Kerfisþolinn Jón Pétursson skrifar 28. október 2020 20:16 Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Til Miðflokksins leita reglulega einstaklingar sem hafa eða telja sig hafa orðið fyrir ósanngjarnri meðhöndlun af kerfinu. Frá því að flokkurinn birti auglýsingu þess efnis hafa streymt hundruð slíkra frásagna og eru þær enn að berast. Hér eftir fer ein slík: Ríkisstjórnin auglýsti nýlega verkefnið „allir vinna“. Verkefnið gengur út á að einstaklingar fá fulla endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við endurbætur á húsnæði og viðgerðir á fólksbifreiðum. Maður fór í góðri trú og lét gera við bílinn sinn en virðisaukaskatturinn af vinnuliðnum var heilar 27 þúsund krónur. Þessi maður býr við þær aðstæður að hann þarf að notast við fjórhjóladrifsbíl stóran hluta ársins. Bifreiðin er í þessu tilfelli Toyota Hilux „double cab“ Þegar maðurinn sótti um endurgreiðslu var honum tjáð að reglurnar giltu ekki um sendiferðabíla! Ekki vildi hann una þeirri niðurstöðu heldur leitaði sér frekari upplýsinga. Skilningur skattsins var sá að væri farþegarýmið lengra en farangursrýmið væri sannarlega um fólksbifreið að ræða. Farangursrýmið var 160 cm að lengd, þ.e. pallur bílsins sem er yfirbyggður, en farþegarýmið röskir tveir metrar. Túlkun samgöngustofu var önnur og eru bílar með palli skilgreindir sem sendiferðabílar. „REGLUGERÐ NR. 822/2004 UM GERÐ OG BÚNAÐ ÖKUTÆKJA“ Hefði viðkomandi maður á sínum tíma keypt Landcruiser í stað Hilux hefði hann fengið virðisaukaskattinn endurgreiddan. Upphæðin sem slík er ekki stóra málið í þessu tilfelli heldur óskýrar reglur sem leiddu til mikillar skriffinnsku, fyrirspurna og athuganna innan kerfisins. Kostnaðurinn við það er að öllum líkindum miklu meiri en þær 27 þúsundir sem manninum var neitað um. Er ekki eitthvað að? Fjöldinn allur af svipuðum málum hefur Miðflokkurinn fengið inn á sitt borð. Þau eiga það flest sameiginlegt að flókið regluverk gerir einstaklingum og litlum fyrirtækjum erfitt fyrir. Kostnaður kerfisins getur verið mikill, hann greiða skattborgarar hvort sem þeim líkar betur eða verr, en kostnaður einstaklinganna getur verið óyfirstíganlegur. Höfundur er aðstoðarmaður formanns Miðflokksins.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar