Af hverju græna utanríkisstefnu núna? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar 20. október 2020 13:00 Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags. Umhverfismálin teygja anga sína víða, enda tengjast þau beint og óbeint samfélagslegum málefnum á borð við alþjóðasamvinnu, öryggismál og stríðsátök, efnahag og alþjóðaviðskipti, samgöngur, fólksflutninga, jöfnuð og kynjajafnrétti. Loftslagsbreytingar eru líka orðin ein helsta ógn við mannréttindi í heiminum líkt og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, hefur lýst yfir. Loftlagsmálin og umhverfismálin hafa líka skipað æ mikilvægari sess í stjórnmálum víða um heim, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Þess vegna hef ég lagt fram þingsályktunartillögu um nýja, græna utanríkisstefnu Íslands sem 3 þingmenn utanríkismálanefndar ásamt formanni þingmannanefndar EFTA eru meðflutningsmenn á. Þingsályktunin er í takt við alþjóðlega þróun í utanríkismálum, líkt og dæmin sanna og sýna á Norðurlöndum. Í ljósi umfangs og mikilvægi umhverfismála á alþjóðavísu er brýn nauðsyn á styrku alþjóðasamstarfi og alþjóðasamvinnu í loftslagsmálum, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnumörkun á vegum íslenska ríkisins að bera þess merki og þar er utanríkisstefna Íslands ekki undanþegin og á að setja umhverfismál í forgang. Í því samhengi getur Ísland leikið mikilvægt hlutverk því þrátt fyrir smæðina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóðavettvangi, eins og sannaðist með eftirtektarverðri framgöngu okkar í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg miðlun á jarðvarmatækni og eftirspurn eftir grænum lausnum – jákvæð áhrif á efnahag Bónusinn nú, á tímum efnahagsþrenginga, er að með aukinni áherslu á græn málefni í utanríkisstefnu Íslands gæti það orðið til enn frekari miðlunar á þekkingu sem er til staðar hérlendis til dæmis á notkun jarðvarma og hefði því jákvæð efnahagsleg áhrif. Bæði hér og á alþjóðavísu. Sú þekking getur nefnilega skipt sköpum fyrir möguleika annarra þjóða til að axla ábyrgð á orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og kolum yfir í umhverfisvænni valkosti eins og jarðvarma. Sömuleiðis mætti ætla að erlend eftirspurn eftir grænum lausnum hvetti til enn frekari nýsköpunar á sviði grænna lausna hérlendis með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efnahag og samfélag. Það væri í anda alþjóðaskuldbindinga Íslands samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulaginu. Sex aðgerðir grænnar utanríkisstefnu Við mótun grænnar utanríkisstefnu Íslands yrði ráðist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norðurlandanna í þessum málaflokki. Þær yrðu eftirfarandi; Skipaður verði sendiherra loftslagsmála sem samhæfi stefnu og skilaboð Íslands erlendis um loftslagsmál Sérstök sendiráð Íslands verði útnefnd græn sendiráð þar sem megináherslur og verkefni viðkomandi sendiherra og sendiráða verði á sviði loftslags- og umhverfismála. Stofnuð verði sérstök umhverfis- og loftslagsskrifstofa í utanríkisráðuneytinu og henni tryggður meiri mannafli og fjármunir til að efla alþjóðlega samvinnu um loftslagsmál og upplýsingagjöf, bæði á alþjóðavettvangi og innan lands. Stefna um græna fríverslun og alþjóðaviðskipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá loftslagsmarkmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum í umhverfis- og loftslagsmálum. Meiri áhersla verði lögð á umhverfismál en nú við gerð fríverslunarsamninga. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu verði skipulögð og skýrð enn frekar út frá loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sem hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og fjárframlög til Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna verði aukin. Stefna í einstökum þáttum alþjóðastarfs Íslands, á borð við norðurslóðastefnu Íslands og stefnu í málefnum hafsins, verði reglubundið uppfærð með tilliti til alvarlegrar stöðu í loftslagsmálum og gripið til aðgerðaáætlana ef þörf krefur. Aðgerðir til að sporna við hröðum loftlagsbreytingum verða að vera skýrar, afdráttarlausar og markvissar og því þurfum við að fara í stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins. Alþjóðasamvinna og utanríkisstefna getur leikið þar lykilhlutverk. Höfundur er fyrrverandi varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Björk Brynjólfsdóttir Utanríkismál Umhverfismál Alþingi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að grípa þarf til róttækra kerfisbreytinga til þess að vinna gegn enn verri afleiðingum loftslagsbreytinga af mannavöldum eins og hlýnun jarðar, öfgum í veðurfari, neikvæðum áhrifum á gróðurfar og lífríki, súrnun sjávar og hækkandi sjávarstöðu. Til þess þarf að rýna öll okkar kerfi út frá aðgerðum gegn hlýnun loftlags. Umhverfismálin teygja anga sína víða, enda tengjast þau beint og óbeint samfélagslegum málefnum á borð við alþjóðasamvinnu, öryggismál og stríðsátök, efnahag og alþjóðaviðskipti, samgöngur, fólksflutninga, jöfnuð og kynjajafnrétti. Loftslagsbreytingar eru líka orðin ein helsta ógn við mannréttindi í heiminum líkt og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, Michelle Bachelet, hefur lýst yfir. Loftlagsmálin og umhverfismálin hafa líka skipað æ mikilvægari sess í stjórnmálum víða um heim, enda um alþjóðlegt verkefni að ræða þegar kemur að því að sporna við hröðum loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra. Þess vegna hef ég lagt fram þingsályktunartillögu um nýja, græna utanríkisstefnu Íslands sem 3 þingmenn utanríkismálanefndar ásamt formanni þingmannanefndar EFTA eru meðflutningsmenn á. Þingsályktunin er í takt við alþjóðlega þróun í utanríkismálum, líkt og dæmin sanna og sýna á Norðurlöndum. Í ljósi umfangs og mikilvægi umhverfismála á alþjóðavísu er brýn nauðsyn á styrku alþjóðasamstarfi og alþjóðasamvinnu í loftslagsmálum, sem bara á eftir að aukast. Þess vegna þarf öll stefnumörkun á vegum íslenska ríkisins að bera þess merki og þar er utanríkisstefna Íslands ekki undanþegin og á að setja umhverfismál í forgang. Í því samhengi getur Ísland leikið mikilvægt hlutverk því þrátt fyrir smæðina getur Ísland haft mjög jákvæð áhrif á þróun mála á alþjóðavettvangi, eins og sannaðist með eftirtektarverðri framgöngu okkar í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðleg miðlun á jarðvarmatækni og eftirspurn eftir grænum lausnum – jákvæð áhrif á efnahag Bónusinn nú, á tímum efnahagsþrenginga, er að með aukinni áherslu á græn málefni í utanríkisstefnu Íslands gæti það orðið til enn frekari miðlunar á þekkingu sem er til staðar hérlendis til dæmis á notkun jarðvarma og hefði því jákvæð efnahagsleg áhrif. Bæði hér og á alþjóðavísu. Sú þekking getur nefnilega skipt sköpum fyrir möguleika annarra þjóða til að axla ábyrgð á orkuskiptum úr jarðefnaeldsneyti og kolum yfir í umhverfisvænni valkosti eins og jarðvarma. Sömuleiðis mætti ætla að erlend eftirspurn eftir grænum lausnum hvetti til enn frekari nýsköpunar á sviði grænna lausna hérlendis með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á umhverfi, efnahag og samfélag. Það væri í anda alþjóðaskuldbindinga Íslands samkvæmt rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulaginu. Sex aðgerðir grænnar utanríkisstefnu Við mótun grænnar utanríkisstefnu Íslands yrði ráðist í sex aðgerðir sem eru byggðar á aðgerðum og áherslum Norðurlandanna í þessum málaflokki. Þær yrðu eftirfarandi; Skipaður verði sendiherra loftslagsmála sem samhæfi stefnu og skilaboð Íslands erlendis um loftslagsmál Sérstök sendiráð Íslands verði útnefnd græn sendiráð þar sem megináherslur og verkefni viðkomandi sendiherra og sendiráða verði á sviði loftslags- og umhverfismála. Stofnuð verði sérstök umhverfis- og loftslagsskrifstofa í utanríkisráðuneytinu og henni tryggður meiri mannafli og fjármunir til að efla alþjóðlega samvinnu um loftslagsmál og upplýsingagjöf, bæði á alþjóðavettvangi og innan lands. Stefna um græna fríverslun og alþjóðaviðskipti verði mörkuð og skýrð og ávallt hugsuð og unnin út frá loftslagsmarkmiðum og alþjóðlegum skuldbindingum í umhverfis- og loftslagsmálum. Meiri áhersla verði lögð á umhverfismál en nú við gerð fríverslunarsamninga. Stefna Íslands í þróunarsamvinnu verði skipulögð og skýrð enn frekar út frá loftslagsmarkmiðum Parísarsamkomulagsins, heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sem hluti af aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum og fjárframlög til Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna verði aukin. Stefna í einstökum þáttum alþjóðastarfs Íslands, á borð við norðurslóðastefnu Íslands og stefnu í málefnum hafsins, verði reglubundið uppfærð með tilliti til alvarlegrar stöðu í loftslagsmálum og gripið til aðgerðaáætlana ef þörf krefur. Aðgerðir til að sporna við hröðum loftlagsbreytingum verða að vera skýrar, afdráttarlausar og markvissar og því þurfum við að fara í stefnumótun á öllum sviðum samfélagsins. Alþjóðasamvinna og utanríkisstefna getur leikið þar lykilhlutverk. Höfundur er fyrrverandi varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun