Töluvert fleiri fylgdust með Biden en Trump Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 08:51 Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Frambjóðendurnir voru á sitthvorri stöðinni á sama tíma en hér má lesa umfjöllun Vísis um kosningafundina. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Var lagt til að þær færu fram í gegnum netið en Trump neitaði því. New York Times greinir frá því að rúmlega 15 milljónir horfðu á Biden á meðan 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust með Trump samkvæmt gögnum frá fyrirtækinu Nielsen. Má ætla að það komi illa við forsetann, sem hefur löngum hreykt sér af áhorfendatölum og vinsældum sínum í sjónvarpi. Áhorfsmunurinn þykir enn áhugaverðari í ljósi þess að viðtal Trump var sýnt á þremur sjónvarpsstöðvum, en það var á vegum NBC. Það var einnig sýnt samtímis á MSNBC og CNBV á meðan viðtal Biden var aðeins sýnt á ABC. Samkvæmt áhorfstölunum fjölgaði áhorfendum á viðtal Biden statt og stöðugt og fór áhorfendafjöldinn upp í 16,7 milljónir að meðaltali síðasta hálftímann eftir að viðtalinu við Trump lauk. Þó hafi það ekki haft áhrif á meðaláhorf og hefði áhorfendafjöldi Biden verið meiri þrátt fyrir þennan auka hálftíma. Forsvarsmenn NBC voru harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Með því væru þau ekki að gera kjósendum greiða og greindi CNN frá því að starfsmenn NBC News væru verulega ósáttir við ákvörðun stöðvarinnar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist forsetinn hafa fengið góð viðbrögð við viðtalinu og þakkaði stuðningsmönnum sínum. Very good reviews on last night’s @NBCNews Town Hall in Miami. Thank you!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2020 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, svöruðu spurningum kjósenda í sjónvarpssal í gærnótt í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Frambjóðendurnir voru á sitthvorri stöðinni á sama tíma en hér má lesa umfjöllun Vísis um kosningafundina. Aðrar kappræður frambjóðendananna áttu að fara fram í gærnótt en hætt var við þær eftir að Trump greindist með Covid-19. Var lagt til að þær færu fram í gegnum netið en Trump neitaði því. New York Times greinir frá því að rúmlega 15 milljónir horfðu á Biden á meðan 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust með Trump samkvæmt gögnum frá fyrirtækinu Nielsen. Má ætla að það komi illa við forsetann, sem hefur löngum hreykt sér af áhorfendatölum og vinsældum sínum í sjónvarpi. Áhorfsmunurinn þykir enn áhugaverðari í ljósi þess að viðtal Trump var sýnt á þremur sjónvarpsstöðvum, en það var á vegum NBC. Það var einnig sýnt samtímis á MSNBC og CNBV á meðan viðtal Biden var aðeins sýnt á ABC. Samkvæmt áhorfstölunum fjölgaði áhorfendum á viðtal Biden statt og stöðugt og fór áhorfendafjöldinn upp í 16,7 milljónir að meðaltali síðasta hálftímann eftir að viðtalinu við Trump lauk. Þó hafi það ekki haft áhrif á meðaláhorf og hefði áhorfendafjöldi Biden verið meiri þrátt fyrir þennan auka hálftíma. Forsvarsmenn NBC voru harðlega gagnrýndir vestanhafs fyrir að skipuleggja þeirra fund á sama tíma og fundur Biden fer fram. Með því væru þau ekki að gera kjósendum greiða og greindi CNN frá því að starfsmenn NBC News væru verulega ósáttir við ákvörðun stöðvarinnar. Í færslu á Twitter-síðu sinni sagðist forsetinn hafa fengið góð viðbrögð við viðtalinu og þakkaði stuðningsmönnum sínum. Very good reviews on last night’s @NBCNews Town Hall in Miami. Thank you!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 16, 2020
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47 Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01 Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Biden og Trump keppa um áhorf Þeir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Joe Biden, mótframbjóðandi hans, munu keppa um áhorfendur í nótt, í stað þess að mætast í kappræðum eins og upprunalega stóð til. Báðir munu þeir svara spurningum kjósenda á sitthvorri sjónvarpsstöðinni og á sama tíma. 15. október 2020 08:47
Trump duglegri við að segja ósatt, eins og áður Þeir Donald Trump, Bandaríkjaforseti, og Joe Biden, forsetaframbjóðandi, mættust ekki í kappræðum í gær eins og til stóð. Þrátt fyrir það voru þeir þó báðir að svara spurningum í sjónvarpi á sama tíma en á mismunandi sjónvarpsstöðvum. 16. október 2020 16:01
Auknar sigurlíkur Biden leiða til aukinnar skotvopnasölu Hlutabréf skotvopnaframleiðenda í Bandaríkjunum hafa hækkað síðustu vikur, að því er virðist í takti við auknar vinsældir Joes Biden. 16. október 2020 12:42