Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 12:12 Ksenia Karelina í dómsal í Moskvu í sumar. EPA/STRINGER Rússneskur dómstóll hafnaði í gær áfrýjunarkröfu 32 ára konu sem dæmd var fyrir landráð í sumar. Ksenia Karelina var dæmd til tólf ára fangelsisvistar fyrir að gefa tæpar sjö þúsund krónur til góðgerðafélags fyrir Úkraínumenn, skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu. Karelina er bæði rússneskur og bandarískur ríkisborgari og starfar sem ballerína. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gaf hún um fimmtíu dali til góðgerðarsamtaka í New York sem stutt hafa Úkraínumenn. Það samsvarar um sjö þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Hún var svo handtekin þegar hún ferðaðist frá Bandaríkjunum til að heimsækja fjölskyldu sína í Rússlandi. Í fyrstu var hún ákærð fyrir „smávægilegt skemmdarverk“, samkvæmt frétt Moscow Times. Hún var sökuð um að safna fjármunum sem notaðir voru til að kaupa hergögn fyrir úkraínska herinn og var ákærunni síðar breytt og hún ákærð fyrir landráð. Karelina var svo sakfelld í sumar og dæmd til tólf ára fangelsisvistar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst dóminum sem grimmdarlegri illsku. Hér að neðan má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í sumar þegar Karelina var dæmd. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi sakað Rússa um að handtaka bandaríska ríkisborgara fyrir litlar sem engar sakir, með því markmiði að dæma þá í fangelsi og nota seinna meir í fangaskiptum. Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Karelina er bæði rússneskur og bandarískur ríkisborgari og starfar sem ballerína. Skömmu eftir innrás Rússa í Úkraínu í febrúar 2022 gaf hún um fimmtíu dali til góðgerðarsamtaka í New York sem stutt hafa Úkraínumenn. Það samsvarar um sjö þúsund krónum á gengi dagsins í dag. Hún var svo handtekin þegar hún ferðaðist frá Bandaríkjunum til að heimsækja fjölskyldu sína í Rússlandi. Í fyrstu var hún ákærð fyrir „smávægilegt skemmdarverk“, samkvæmt frétt Moscow Times. Hún var sökuð um að safna fjármunum sem notaðir voru til að kaupa hergögn fyrir úkraínska herinn og var ákærunni síðar breytt og hún ákærð fyrir landráð. Karelina var svo sakfelld í sumar og dæmd til tólf ára fangelsisvistar. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lýst dóminum sem grimmdarlegri illsku. Hér að neðan má sjá frétt úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 frá því í sumar þegar Karelina var dæmd. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi sakað Rússa um að handtaka bandaríska ríkisborgara fyrir litlar sem engar sakir, með því markmiði að dæma þá í fangelsi og nota seinna meir í fangaskiptum.
Rússland Erlend sakamál Tengdar fréttir Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36 Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Sjá meira
Vildu að Navalní yrði hluti af fangaskiptunum sögulegu Þrír Bandaríkjamenn sem losnuðu úr rússneskri prísund í sögulegum fangaskiptum lentu í heimalandinu í gærkvöldi. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseti segir að viðræður hafi verið um að Alexei Navalní yrði frelsaður í skiptunum áður en hann lést skyndilega. 2. ágúst 2024 09:36
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59