Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2024 14:58 Nadezhda Buyanova segist ekki hafa gagnrýnt herinn og að móðir barns sem hún hlúði að hafi logið að henni. AP/Pavel Bednyakov Dómstóll í Moskvu hefur dæmt 68 ára gamlan barnalækni í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Nadezhda Buyanova var sökuð af móðir barns sem hún hlúði að um að segja að Rússar gætu sjálfir sér um kennt vegna mannfalls í Úkraínu. Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum. Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Saksóknarar höfðu farið fram á að hún yrði dæmd í sex ára fangelsi en eins og áður segir var hún dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi. Sjálf lýsti Buyanova dómnum sem „fáránlegum“. Samkvæmt frétt rússneska miðilsins Mediazona, sem hefur verið gerður útlægur frá Rússlandi, byggir málið gegn Buyanova á vitnisburði konu sem fór með barn sitt til læknisins. Anastasia Akinshina sagði lögreglu að hún hefði sagt son sinn sakna föður síns, sem hefði verið rússneskur hermaður sem féll í Úkraínu. Þá sagði hún Buyanova hafa sagt að faðirinn hefði verið réttmætt skotmark fyrir Úkraínumenn og að Rússar gætu sjálfir sér um kennt. Verjendur barnalæknisins segja Akinshina hafa logið upp á Buyanova. Hún hafi aldrei rætt við móðurina um innrásina í Úkraínu. Þeir benda einnig á að saga móðurinn hafi ítrekað tekið breytingum og málið byggi eingöngu á þeim. Þá segja þeir hægt hefði verið að sanna sakleysi læknisins með því að sýna upptökur úr öryggismyndavélum læknastofunnar en þær upptökur hafi horfið við grunsamlegar aðstæður. Fyrr í dag var áfrýjun 32 ára konu sem dæmd var til tólf ára fangelsisvistar fyrir að hafa gefið um sjö þúsund krónur til góðgerðasamtaka sem styrktu Úkraínumenn. Einn lögmanna Buyanova sagði eftir að dómurinn var kveðinn upp að hann væri einstaklega grimmilegur. Verjendur hennar hefðu alls ekki búist við svo þungum dómi. Þegar hún var flutt inn í dómsal sagðist Buyanova ánægð með hve margir hefðu mætt í dómsal. Medizona segir um sjötíu manns hafa troðið sér þar inn. Lögum beitt gegn samtökum og fjölmiðlum Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst hefur lögum sem ætlað er að verja herinn gegn smánun og vanvirðingu ítrekað verið beitt til að dæma fólk til langrar fangelsisvistar í Rússlandi. Þeirra á meðal er Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögunum hefur ítrekað verið beitt gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, og þar að auki gegn sjálfstæðum fjölmiðlum.
Rússland Vladimír Pútín Erlend sakamál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira