Verslun víða blómleg í draugalegum miðbæ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2020 18:31 Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira