Andleg líðan nokkuð góð og færri leitað sálfræðiaðstoðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. október 2020 18:31 Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur bendir á að samstaða geti skipt sköpum. Vísir/Sigurjón Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Færri leituðu sér sálfræðiaðstoðar í ár en á sama tíma í fyrra og útlit er fyrir að andleg heilsa fólks í heimsfaraldrinum hafi verið góð, samkvæmt könnun sem embætti landlæknis gerði nýverið. Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir fólk þó vera farið að þreytast á ástandinu og viðbúið sé að áhrifa þess muni gæta síðar meir. „Gögnin sem við höfum eru frá embætti landlæknis sem benda til þess að í fyrstu bylgju faraldursins hafi okkur almennt liðið betur heldur en okkur leið í mars og apríl árið 2019. Og ef við skoðum erlendar rannsóknir þá virðist vera sem svo að fyrsta bylgja hafi ekki haft áhrif á geðheilsu almennings og heldur ekki þeirra sem hafa alvarlegar,“ segir Hafrún. Þá bendir hún á að könnun hafi verið gerð meðal sjálfstætt starfandi sálfræðinga á Íslandi. „Í fyrstu bylgjunni minnkaði eftirspurn eftir sálfræðiþjónustu töluvert. Við ætlum að skoða núna fljótlega hvernig það er núna í þessum seinni bylgjum.“ Samstaðan mikilvæg Einnig er útlit fyrir að þeir sem hafa hreyft sig lítið ígegnum tíðina hafi byrjað aðhreyfa sig, sem gæti spilað einhvern þátt í góðri andlegri heilsu, en einnig samstaða fólks og vinskapur. „Við stóðum saman, stóðum mjög vel saman. Fólk virðist hafa sinnt þvíbetur að vera í sambandi viðvini og ættingja, taka zoom-samtöl eða bara hringja. Og við erum með íslensk gögn sem benda til þess að hreyfing hafi aukist áþessum tímum,“segir Hafrún. Það sé þó erfitt að segja til um hvað skammdegið gæti haft í för með sér. „Auðvitað getur skammdegið haft áhrif og svo er þetta líka orðinn svo langur tími. Það er erfitt að spá fyrir um það en ég myndi halda að á einhverjum tímapunkti komi þessar hamfarir fram á geðheilsu allavega einhverra.“ Óvissan sé flestum erfið. „Fólk er náttúrlega orðið þreytt á þessu og þaðer bara skiljanlegt. Og núna í ljósi þessara nýjustu tíðinda er bara eðlilegast í heimi að fólk finni fyrir smá kvíða, ótta og óöryggi því við vitum svo lítiðhvað framtíðin ber í skauti sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira