Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. desember 2025 10:57 Konur eru líklegri til að sjá um heimilisþrif. Getty Verkaskipting sambúðarfólks er ansi hefðbundin litið til kynhlutverka samkvæmt nýrri skýrslu. Hins vegar er talsverður munur á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé skipt jafnt á milli þeirra og maka, á þann hátt að karlar telji sig taka meiri þátt í verkefnum kvennanna. Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni. Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira
Gríðarlegur munur er á verkaskiptingu kvenna og karla þegar kemur að heimilisþrifum en tveir þriðju kvenna sjá alltaf eða yfirleitt um óregluleg heimilisþrif og þvott. Þá sér rúmlega helmingur kvenna alltaf eða yfirleitt um regluleg þrif á heimilinu. Á móti kemur sjá karlar frekar um verkefni utandyra, til að mynda viðgerðir, viðhald og umsjón farartækja. Talsverður munur er þá á hlutfalli kvenna og karla sem telja að verkefnum heimilisins sé jafnt skipt á milli þeirra. Af þeim störfum sem konur segjast sinna í meira mæli alltaf eða yfirleitt segir tæplega helmingur karla að verkefnunum sé skipt jafnt á milli þeirra og maka. Hið sama má ekki sjá þegar litið er til starfa sem karlar sinna í meira mæli þar sem mun lægra hlutfall kvenna telur þeim verkefnum jafnt skipt. Þær eru líklegri til að segja að makinn sjái alfarið um slík verkefni. Fjármál og matseldin á herðum beggja Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins þar sem skipting heimilisstarfa meðal sambúðarfólks var til skoðunar. Niðurstöðurnar sýna fram á að verkaskiptingin er ansi hefðbundin. Vert er að taka fram að kvár voru flokkuð með konum við framkvæmd könnunarinnar. Minnsti munur milli karla og kvenna eða kvára er þegar litið er til innkaupa, matseldar og fjármála heimilisins. Tæplega helmingur kvenna sér alltaf um matseld og innkaup en fjórðungur karla. Þó segja 43 prósent kvenna og 53 prósent karla að matseld á heimilinu sé skipt jafnt á milli sambýlinganna. Sama má segja um fjármál heimilisins þar sem 44 prósent karla og fimmtíu prósent kvenna segja ábyrgðinni jafn skipt. Hins vegar segja 43 prósent kvenna að þær beri alltaf eða yfirleitt ábyrgð á fjármálum heimilisins gegn 32 prósentum karla. Þriðja vaktin frekar á herðum kvenna Hugtakið þriðja vaktin, sem lýsa á þeirri ósýnilegu og ólaunuðu vinnu, kom einnig fyrir í könnuninni sem sýndi fram á að konur sjá mun frekar um þriðju vaktina. Konur bera frekar ábyrgð á skipulagi og utan um haldi flestra þátta sem snúa að rekstri heimilisins. Meðal verkefna sem konur sjá frekar um er skipulag í kringum þvott, þrif og mat á meðan karlar skipuleggja frekar viðgerðir og viðhald á húsnæði og farartækjum. Skipulag fjölskyldunnar og tilfinningalegur stuðningur við fjölskyldumeðlimi fellur frekar í hlut kvenna. Þar er átt við að vita hvenær fjölskyldumeðlimir þurfa að fara til læknis, skipuleggja frí og viðburði í fjölskyldunni.
Skoðanakannanir Fjármál heimilisins Hús og heimili Jafnréttismál Ástin og lífið Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Sjá meira