Ágúst Eðvald: Maður hlýtur að hafa gert eitthvað rétt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2020 16:46 Ágúst Eðvald hefur leikið sinn síðasta leik með Víking, í bili allavega. Vísir/Bára Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Ágúst Eðvald Hlynsson mætti í viðtal eftir 2-2 jafntefli Víkings og KA í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Þetta var síðasti leikur Ágústs Eðvalds með Víkingum en hann er á leið til danska úrvalsdeildarfélagsins Horsens. Víkingar hafa nú – eins og hefur margoft komið fram – ekki unnið leik síðan 19. júlí. „Bara drullusvekktur, þetta er orðið helvíti þreytt ég verð að viðurkenna það en það eru fjórir leikir eftir og vonandi förum við að vinna einhverja leiki,“ sagði Ágúst Eðvald að leik loknum en reiknar hann með að spila með Víkingum í þessum fjórum leikjum? „Nei ég býst ekki við því ef ég er alveg hreinskilinn.“ „Kannski ekki alveg klappað og klárt en helvíti líklegt eins og staðan er í dag,“ sagði Ágúst Eðvald aðspurður hvort félagaskiptin væru frágengin. Kveðju-leikur hjá Ágústi Hlynssyni samkvæmt mínum upplýsingum, gengur til lið við Horsens á næstu dögum. Víkingur-KA 14:00#PepsiMaxDeildin pic.twitter.com/eRsnElIKmD— Gummi Ben (@GummiBen) October 4, 2020 „Ekki mér þannig en þetta hlýtur að setjast einhverstaðar á bakvið í hausnum. Að þegar þú færð alltaf á þig fyrsta markið í leiknum þá verður þetta sjálfkrafa mjög erfitt. Þurfa alltaf að gíra sig upp í að ná jöfnunarmarkinu og síðan eltast við sigurmarkið, þetta er búið að vera sagan okkar í sumar finnst mér,“ var svarið er hann var spurður hvort gengi Víkinga væri farið að setjast á sálina hjá mönnum. Ágúst Eðvald er annar leikmaðurinn sem Víkingar selja erlendis á skömmum tíma. Þeir hljóta því að hafa gert eitthvað rétt í sumar? „Greinilega, fyrst maður er á leiðinni út. Þá hlýtur maður að hafa gert eitthvað rétt í sumar en samt leiðinlegt. Markmiðin voru há fyrir tímabilið og leiðinlegt að hafa ekki náð að fylgja því alveg eftir.“ „Stöngin út sumar hjá okkur. Erum búnir að spila virkilega fínt í flestum leikjum en eins og ég segi, við erum alltaf að fá á okkur fyrsta markið og þá verður þetta ógeðslega erfitt,“ sagði Águst Eðvald Hlynsson, verðandi leikmaður Horsens í Danmörku, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51 Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Í beinni: KA - ÍBV | Mikilvægur leikur í neðri hlutanum Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 2-2 KA | Jafnteflaóðir KA-menn slógu jafnteflametið KA getur jafnað jafnteflametið í efstu deild ef liðið gerir jafntefli við bikarmeistarana í Víkinni. Víkingar hafa ekki unnið í tólf leikjum í röð. 4. október 2020 15:51
Kveðjuleikur hjá Ágústi Eðvald í dag Ágúst Eðvald Hlynsson er á leiðinni til Horsens í Danmörku, ef marka má Guðmund Benediktsson, einn fremsta sparkspeking þjóðarinnar. 4. október 2020 14:00