Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. október 2020 18:25 Darri Freyr Atlason er kominn heim og hans bíður erfitt verkefni í vetur. MYND/STÖÐ 2 SPORT Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Nýr þjálfari KR – Darri Freyr Atlason – var umræðuefni í upphitunarþætti Domino´s Körfuboltakvölds fyrir komandi leiktíð. Sérfræðingar þáttarins telja að Darri – og liðið sjálft – verði að berjast um titilinn til að standast væntingar. Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, spurði þá Benedikt Guðmundsson og Hermann Hauksson – sem hafa tengst KR á einn eða annan hátt undanfarin ár – hvað það þýðir að vera þjálfari KR og hvaða pressa er komin á Darra Frey. „Ég hef þjálfað þarna og ég get sagt ykkur að það er ætlast til að titillinn komi í hús. Það er bara ein krafa og það er að liðið verði Íslandsmeistari. Það vill enginn vera fyrsti þjálfarinn í tæp 10 ár sem stöðvar þessa sigurgöngu. Darri talar þannig í viðtölum, hann veit alveg upp á hvað hann var að skrifa,“ sagði Benedikt áður en Hermann greip orðið. „Darri er náttúrulega alinn upp í þessu umhverfi, hann er fæddur 1994 og spilaði með Matthíasi Orra [Sigurðarsyni] og Marteini [Hermannssyni, atvinnumanni hjá Valencia]. Var með þeim í drengja landsliðum svo hann veit alveg út á hvað þetta gengur; að koma inn sem KR þjálfari. Hann er mögulega að koma inn í erfiðasta umhverfið í augnablikinu sem þjálfari KR.“ Kjartan Atli spurði Hermann hvort Darri Freyr gæti notað það sem afsökun að missa leikmenn á borð við Kristófer Acox og Jón Arnór Stefánsson. „Mér finnst það ódýr afsökun. Með réttri viðbót og þeim sterka kjarna sem fyrir er þá er Íslandsmeistaratitill það sem þeir stefna á.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Aðeins ein krafa og hún er að KR verði Íslandsmeistari KR hefur leik í Domino´s deild karla á heimavelli í kvöld er Njarðvík mætir í Vesturbæinn. Leikurinn hefst klukkan 20.15 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 3.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld KR Tengdar fréttir Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30 Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01 Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Sjá meira
Segir að ÍR hafi allt til alls til að verða Íslandsmeistari Benedikt Guðmundsson sér ekkert því til fyrirstöðu að ÍR verði Íslandsmeistari. 1. október 2020 15:30
Spáin fyrir Domino´s deild karla 2020-21: Grasið nú grænna hinum megin við lækinn (4.-6. sæti) Valsmenn hafa sótt sér þjálfara og sterka leikmenn úr KR-fjölskyldunni og nú er að sjá hvort þeir geti farið að fagna titlum í körfunni eftir næstum því fjögurra áratuga bið. Vísir skoðar í dag sæti fjögur til sex í spánni. 30. september 2020 12:01
Stöð 2 Sport stóreykur umfjöllun sína um Domino's deildirnar Stöð 2 Sport gefur í með umfjöllun um íslenska körfuboltann í vetur. 29. september 2020 14:31