Forstjóri FBI óttast afskipti Rússa í kosningunum Sylvía Hall skrifar 17. september 2020 23:07 Christopher Wray, forstjóri FBI. Vísir/Getty Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Christopher Wray, forstjóri Alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum, segir Rússa standa að baki villandi upplýsingum og falsfréttum varðandi Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins í aðdraganda forsetakosninganna vestanhafs. Það sé gert með það að markmiði að grafa undan kosningabaráttu hans. Þetta kom fram á fundi Wray með þjóðaröryggisnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Hann sagði að lögreglan hafi nú þegar orðið vör við „mjög greinilegar tilraunir Rússa“ til þess að hafa áhrif á kosningabaráttuna og að slíkt gæti haft verulega neikvæðar afleiðingar í för með sér. Traust almennings til kosninganna yrði þeim mun minna. "We certainly have seen very active, very active efforts by the Russians to influence our election in 2020," FBI Dir. Wray testifies, "primarily through what we would call malign foreign influence" as opposed to targeting election infrastructure. https://t.co/JsAo4rT8TM pic.twitter.com/PvXwPhsZa8— ABC News (@ABC) September 17, 2020 Á fundinum sagði Wray að áhersla yrði lögð á koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar færu í mikla dreifingu. Rússar væru meðal annars að nota samfélagsmiðla og ríkismiðla til þess að koma neikvæðum fréttum um Biden í umferð og skapa þannig sundrung og ófrið. Umræða um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum var hávær eftir að Trump náði kjöri árið 2016. Bandaríska leyniþjónustan fullyrti að rússneska fyrirtækið Internet Research Agency hefði verið notuð til þess að há upplýsingahernað í aðdraganda forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016. Facebook tilkynnti fyrr í mánuðinum að það hefði lokað fyrir svokallaðan „tröllahóp“ sem væri enn á ný að reyna að hafa áhrif á kosningarnar. Þá ákvað fyrirtækið að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda kosninganna og sagði Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, að þetta væri gert til þess að sporna gegn rangfærslum og lygum. Joe Biden er frambjóðandi Demókrataflokksins í forsetakosningunum í nóvember. AP/Carolyn Kaster Kínverjar reyni að koma Trump frá völdum Í ágúst síðastliðnum var birt yfirlýsing frá William Evanina, forstjóra Gagnnjósna- og öryggismiðstöðvar Bandaríkjanna, um tilraunir erlendra ríkja til þess að hafa áhrifa á kosningarnar í nóvember næstkomandi. Þar kom fram að kínversk stjórnvöld vonuðust til þess að Trump næði ekki endurkjöri á meðan Rússar beittu sér gegn Biden. Að hans sögn vilja Kínverjar og Íranir sjá Biden ná kjöri í nóvember. „Við metum það svo að Kína vilji að Trump forseti, sem Beijing telur óútreiknanlegan, vinni ekki kosningarnar. Kína hefur verið að reyna að auka áhrif sín fyrir nóvembermánuð til þess að móta stefnumótunarumhverfið í Bandaríkjunum, setja þrýsting á stjórnmálamenn sem talið er að vinni gegn hagsmunum Kínverja og berjast gegn gagnrýni á Kína,“ sagði Evanina í yfirlýsingunni. Trump hefur eldað grátt silfur saman við stjórnvöld í Beijing. Viðskiptastríð upphófst þegar Trump skellti verndartollum á kínverskar innflutningsvörur og Kínverjar svöruðu í sömum mynt. Þá hefur ríkisstjórn Trump beitt sér fyrir því að vestræn ríki úthýsi kínverska tæknifyrirtækinu Huawei úr 5G-væðingu sinni. Íranir eru einnig sagðir vinna gegn bandarískum stofnunum og forsetanum. Stjórnvöld þar í landi reyni að sundra Bandaríkjamönnum fyrir kosningarnar með áróðri og upplýsingafalsi á samfélagsmiðlum, en þeir óttist að harðlínustefna Bandaríkjastjórnar gegn þeim haldi áfram nái Trump kjöri á ný.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússland Samfélagsmiðlar Kína Íran Tengdar fréttir Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30 Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20 Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Rússneskir tölvuþrjótar réðust á ráðgjafa Biden Starfsmenn Microsoft létu forsvarsmenn forsetaframboðs Joe Biden nýverið vita af því að rússneskir tölvuþrjótar, sem taldir eru á vegum ríkisins, hefi reynt árásir á helsta ráðgjafafyrirtæki framboðsins. 10. september 2020 22:30
Skipað að sitja á upplýsingum um Rússa vegna Trump Háttsettur embættismaður í Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna segir að sér hafi verið skipað að hætta að veita upplýsingar um afskipti Rússa af kosningum. Meðal annars vegna þess að það hafi látið Donald Trump, forseta, líta illa út. 9. september 2020 22:20
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00