Fimm milljóna styrkur í rannsóknir samgönguslysa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. september 2020 10:13 Frá undirrituninni í morgun. Frá vinstri, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn, Þorkell Ágústsson forstöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála. Vísir/Magnús Hlynur Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni. Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mætti í morgun á lögreglustöðina á Selfossi til að undirrita samning um að Lögreglan á Suðurlandi haldi áfram að sinna rannsóknum ökutækja úr alvarlegum umferðarslysum um land allt. Embættið tók við rannsóknunum 2009 sem hafa síðan farið fram á Selfossi. Með nýja samningnum, sem hljóðar upp á fimm milljóna króna styrk úr ráðuneytum samgöngumála og dómsmála, verður keyptur nauðsynlegur búnaður og verkfæri til rannsóknanna. Oddur Árnason og Sigurður Ingi spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Starfið á Selfossi er gríðarlega mikilvægt og hefur gefið okkur fullt af upplýsingum úr rannsóknum inn í rannsóknarnefnd umferðarslysa og líka inn í forgang og forgangsröðun framkvæmda í vegamálum,” segir Sigurður Ingi. Hann bætir við. „Við eigum að setja okkur það markmið eins og við gerðum á sjónum fyrir nokkrum árum með frábærum árangri að ekkert banaslys verði í umferðinni, svo kallaða núll sýn í samgöngum, samhliða því að við erum að bæta samgöngumannvirkin.” Skrifað undir samninginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta er mjög góður dagur í dag og mikilvægt að fá þennan stuðning til að vinna þessar rannsóknir á ökutækjum úr slysum hér hjá okkur. Þetta þýðir að við förum núna í það að uppfæra búnaðinn, sem við höfum til rannsókna, til nútímans. Það eru kröfur um meiri tölvurannsóknir og þess háttar og í þá átt þurfum við að halla okkur,” segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. 20 til 40 tæki á ári eru til rannsóknar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Öll ökutæki úr alvarlegum slysum alls staðar af landinu eru rannsökuð hjá hjá bíltæknirannsóknarsetrinu á Selfossi eða um tuttugu til fjörutíu tæki á ári. Rannsóknir ökutækja eru mikilvægur þáttur í að leiða í ljós orsakir slysa. Annars vegar sem hluti af opinberri rannsókn og hins vegar sem innlegg í úrvinnslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Nefndin hefur aðgang að allri vinnu sem unnin er í setrinu og getur unnið þar sjálfstætt, með það að markmiði að koma í veg fyrir slys í framtíðinni.
Árborg Umferðaröryggi Samgönguslys Samgöngur Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira