Hvar er frjálslyndið? Starri Reynisson skrifar 15. september 2020 22:00 Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Starri Reynisson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Sjá meira
Innflytjendur og flóttamenn auðga íslenskt samfélag, hvort sem horft er á menningarlega eða efnahagslega þætti. Þeir bæta matarmenningu, flytja með sér þekkingu, taka þátt í nýsköpun og skila heilmiklu til samfélagsins í formi vinnu og skatta. Samfélag þar sem lækkandi fæðingartíðni er staðreynd hefur ekki efni á því að hafna fólki sem langar að taka þátt í því. Við eigum að vera þakklát, sýna mannúð og taka fólki opnum örmum, þannig byggjum við frjálslynt, opið samfélag til lengri tíma. Síðan 2013 hefur Sjálfstæðisflokkurinn óslitið farið með stjórn í málefnum útlendinga, innflytjenda og flóttamanna. Það verður seint sagt að sú stefna sem keyrð hefur verið á þeim tíma sé frjálslynd eða mannúðleg. Fólki, einstaklingum, fjölskyldum og börnum er ítrekað vísað úr landi jafnvel þó þau hafi dvalið hér í talsvert langan tíma, aðlagast vel, kunni vel við sig og vilji leggja til samfélagsins. Dómsmálaráðherra kveðst ekki ætla að skipta sér af einstökum málum, henni finnst ótækt að breyta reglugerð til þess eins að „bjarga einstaka fjölskyldum sem fara í fjölmiðla”. Þau „einstöku mál” sem hafa komið upp á síðustu árum eru þó orðin það mörg að ekki er hægt að efast um að lagaramminn sé meingallaður. Krafan og þörfin fyrir mannúðlegri og frjálslyndari löggjöf sem gerir þeim sem vilja kleift að koma hingað, setjast að, festa rætur og taka þátt í samfélaginu er skýr. Þegar nýr, ungur ráðherra sem hefur alla tíð spyrt sig við frjálslynda hugmyndafræði tók við málaflokknum fyrr á þessu kjörtímabili bundu ég og fleiri vonir við að málin myndu þokast til betri vegar. Það hefur ekki orðið, heldur hefur hún viðhaldið mannvonskulegri íhaldsstefnu forvera sinna. Það er því ekki nema von að spurt sé, Áslaug, hvar er frjálslyndið? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun