Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 15:55 Facebook er að grípa til aðgerða sem ætlað er að koma í veg fyrir misnotkun samfélagsmiðilsins. AP/Jeff Chiu Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Sjá meira
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33