Facebook ætlar að banna pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2020 15:55 Facebook er að grípa til aðgerða sem ætlað er að koma í veg fyrir misnotkun samfélagsmiðilsins. AP/Jeff Chiu Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Facebook mun hætta að birta nýjar pólitískar auglýsingar í aðdraganda forsetakosninganna Í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þar að auki er verið að undirbúa sérstakar merkingar fyrir færslur þar sem stjórnmálamenn eða framboð reyna að eigna sér sigur áður en niðurstöður liggja fyrir. Þessar aðgerðir mun taka gildi um það bil viku fyrir kosningarnar sem fara fram þann 3. nóvember. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, segir að aðgerðir þessar muni ná yfir Donald Trump, forseta. Í færslu á Facebook segir Zuckerberg að hann hafi áhyggjur af því að fólk muni geta kosið á öruggan hátt vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og sömuleiðis hefði hann áhyggjur af deilum í Bandaríkjunum. Að því að mjög auknar líkur væru á illdeilum manna á milli vegna kosninganna. „Þessar kosningar verða ekki hefðbundnar. Við berum öll ábyrgð á því að standa vörð um lýðræðið,“ skrifaði Zuckerberg. Hann tilkynnti verkefni fyrirtækis hans sem snúa að því að auðvelda fólki að kjósa og berjast gegn rangfærslum og lygum í aðdraganda kosninganna. Þær aðgerðir tækju mið af því sem Facebook hefði lært frá síðustu kosningum. Meðal þeirra aðgerða sem grípa á til er að koma í veg fyrir birtingu færsla sem miða að því að fá fólk til að sleppa því að kjósa. The US elections are just two months away, and with Covid-19 affecting communities across the country, I'm concerned...Posted by Mark Zuckerberg on Thursday, 3 September 2020 Facebook hefur verið gróðrarstía rangfærsla og lyga um komandi kosningar og var sömuleiðis notað af Rússum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016. Starfsmenn „Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu reyndu nýveriðo að leika sama leik og fyrir kosningarnar 2016 á bæði Facebook og Twitter. Í samvinnu við Alríkislögreglu Bandaríkjanna var reikningum þessara aðila eytt af samfélagsmiðlunum. Embættismenn í Bandaríkjunum óttast að verið sé að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur í landinu með því að dreifa samræsikenningum og lygum. Starfsmenn Tröllaverksmiðjunnar gengu svo langt að þessu sinni að mynda nýjan fjölmiðil og ráða alvöru fólk til að skrifa á hann. Ritstjórar miðilsins og forsvarsmenn voru þó tilbúnar manneskjur með myndum sem voru gerðar af gervigreind.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Facebook Tengdar fréttir Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00 Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07 Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26 Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Rússar reyndu að ná til vinstrimanna með gervifréttasíðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook lokaði fölskum reikningum og síðum sem tengjast rússneskum útsendurum sem létust reka óháða fréttaveitu og reyndu að hafa áhrif á vinstrisinnaða kjósendur í Bretlandi og Bandaríkjunum. 1. september 2020 21:00
Ánægður með stuðning hættulegra samsæringa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir ánægju með hreyfingu sem kallast Qanon, sem byggir á innihaldslausum samsæriskenningum og Alríkislögregla Bandaríkjanna segir að ógn stafi af. 20. ágúst 2020 11:07
Trump lýsir yfir stuðningi við yfirlýstan múslimahatara Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Laura Loomer, konu sem vann forval Repbúblikanaflokksins í kjördæminu þar sem Trump er skráður til búsetu í Flórída. 19. ágúst 2020 12:26
Samfélagsmiðlar slá á fingur Trump Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa ávítt Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að dreifa lygum á miðlunum en málið varðar viðtal sem Fox-sjónvarpsstöðin tók við Trump þar sem hann fullyrðir að börn séu næstum ónæm fyrir kórónuveirunni. 6. ágúst 2020 07:33