TikTok höfðar mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi banns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 11:33 Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti TikTok-bannið í síðasta mánuði en það hefur verið harðlega gagnrýnt af eigendum og notendum forritsins. Getty/Nikolas Kokovlis Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. Taki bannið gildi verður forritið óaðgengilegt í Bandaríkjunum um miðjan september. Með banninu er bandarískum fyrirtækjum óheimilt að stunda viðskipti við eiganda TikTok, ByteDance, og verður forritið einnig óaðgengilegt í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segja ógn stafa af forritinu og halda því fram að það safni upplýsingum um notendur forritsins sem séu svo sendar til kínverskra yfirvalda. ByteDance neitar þeim ásökunum. Um 80 Bandaríkjamenn nota forritið reglulega og er stór hluti þeirra ungt fólk eða unglingar. Stjórnendur TikTok segjast hafa reynt að eiga í viðræðum við ríkisstjórn Trump í nærri eitt ár en segjast hafa rekist á ýmsar hindranir. Ferlið hafi tekið langan tíma og yfirvöld „hundsi staðreyndir.“ Málaferli hefjast í vikunni samkvæmt fréttaflutningi breska ríkisútvarpsins. Þá höfðaði hópur kínverskra Bandaríkjamanna mál gegn ríkisstjórn Trump vegna banns á snjallforritinu WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent. Trump hefur haldið því fram að forritið geti fylgst með staðsetningu ríkisstarfsmanna, safnað upplýsingum sem hægt sé að nota til kúgunar og njósnað um fyrirtæki. Þá segir hann fjölgun smáforrita sem eru þróuð af og í eigu kínverskra fyrirtækja „ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna.“ Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína TikTok Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Kínverska snjallforritið TikTok ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Trump vegna yfirvofandi yfirvofandi banns á forritinu í Bandaríkjunum, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti í síðasta mánuði. Taki bannið gildi verður forritið óaðgengilegt í Bandaríkjunum um miðjan september. Með banninu er bandarískum fyrirtækjum óheimilt að stunda viðskipti við eiganda TikTok, ByteDance, og verður forritið einnig óaðgengilegt í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Washington segja ógn stafa af forritinu og halda því fram að það safni upplýsingum um notendur forritsins sem séu svo sendar til kínverskra yfirvalda. ByteDance neitar þeim ásökunum. Um 80 Bandaríkjamenn nota forritið reglulega og er stór hluti þeirra ungt fólk eða unglingar. Stjórnendur TikTok segjast hafa reynt að eiga í viðræðum við ríkisstjórn Trump í nærri eitt ár en segjast hafa rekist á ýmsar hindranir. Ferlið hafi tekið langan tíma og yfirvöld „hundsi staðreyndir.“ Málaferli hefjast í vikunni samkvæmt fréttaflutningi breska ríkisútvarpsins. Þá höfðaði hópur kínverskra Bandaríkjamanna mál gegn ríkisstjórn Trump vegna banns á snjallforritinu WeChat, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Tencent. Trump hefur haldið því fram að forritið geti fylgst með staðsetningu ríkisstarfsmanna, safnað upplýsingum sem hægt sé að nota til kúgunar og njósnað um fyrirtæki. Þá segir hann fjölgun smáforrita sem eru þróuð af og í eigu kínverskra fyrirtækja „ógni þjóðaröryggi, utanríkisstefnu og efnahag Bandaríkjanna.“
Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Kína TikTok Tengdar fréttir Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42 Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39 Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Kína erfiðari andstæðingur en Sovétríkin Vegna efnagsburða Kína er ríkið að mörgu leyti öflugari andstæðingur Bandaríkjanna en Sovétríkin voru á sínum tíma. 12. ágúst 2020 18:42
Trump skipar fyrirtækjum að slíta tengslum við TikTok Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifað undir tilskipun sem ætlað er að koma höggi á kínversku samskiptamiðlana TikTok og WeChat. 7. ágúst 2020 07:39
Microsoft heldur áfram viðræðum um kaup á TikTok Bandaríski tæknirisinn Microsoft hefur staðfest að hann muni áfram eiga í viðræðum við fyrirtækið ByteDance, sem á samskiptamiðilinn TikTok, um kaup þess fyrrnefnda á bandaríska hluta miðilsins. 3. ágúst 2020 08:12