Klökkur og með gæsahúð eftir fyrstu hlustun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Söngvarinn Arnar Dór Hannesson gaf í dag út lagið Ég trúi því með hljómsveit sinni Draumar. Hann segist vera gömul sál og að ballöðurnar séu hans heimavöllur. Aðsend mynd „Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson. Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira
„Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson.
Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Sjá meira