Skólahald í norðanverðum Grafarvogi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 18. ágúst 2020 12:30 Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Sigurðardóttir Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Lokun Kelduskóla, Korpu Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Í norðanverðum Grafarvogi er verið að gera miklar breytingar á skólahaldi. Þessar breytingar voru keyrðar í gegn síðasta haust þvert á vilja íbúa. Breytingar sem miða að því að spara í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg er að loka grunnskóla og sameina þrjá aðra. Heilt hverfi verður því af þeirri þjónustu sem það hafði og ekkert annað úrræði kemur í staðin innan hverfis. Allt átti þetta að vera gert í miklu og góðu samráði og að auka gæði náms, gera skólana betri og sterkari, auka átti umferðaröryggi gangandi og hjólandi og bæta þjónustu Strætó ásamt því að nýsköpunarskóli fyrir unglingastig á að taka til starfa. Fá loforð hafa verið efnd Foreldrar hafa engar upplýsingar fengið varðandi nýsköpunarskóla, ekki hefur verið boðað til upplýsingafundar frá því að þessi ákvörðun var tekin í október 2019, þrátt fyrir að foreldrar hafi ítrekað verið að kalla eftir því. Engin póstur hefur borist foreldrum varðandi skólahald komandi vetrar, hvenær er skólasetning nýsköpunarskólans ? Foreldrar geta ekki leitað upplýsinga á netinu því heimasíða skólans er í vinnslu og þar inni er því ekkert efni. Foreldrar sem eiga börn á leið í nýsköpunarskóla vita því ekki hvenær skólastarfið hefst eða neitt um það hvernig því verður háttað. Foreldrar barna sem sækja hina tvo nýju skóla eru í svipuðu svartholi, heimasíðurskólanna eru ekki tilbúnar og því ekki auðvelt að afla sér upplýsinga um komandi vetur. Ekkert hefur verið gert til þess að bæta þjónustu Strætó fyrir skólabyrjun og engar úrbætur hafa verið gerðar til þess að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. þrátt fyrir loforð um það. Fjöldi barna er að byrja í skóla í næstu viku og vitað er að þau þurfa að þvera hættulegar götur án þess að gerðar hafa verið nauðsynlegar úrbætur. Þetta er ekki boðlegt og gera þarf ráðstafanir strax sem auka öryggi þessara barna og láta foreldra vita af þeim. Allt traust farið Þegar jafn illa er staðið að sparnaðaraðgerðum er bitna á börnum þá er allt traust foreldra farið áður en skólastarfið hefst sem er grátlegt. Sjálfstæðismenn lögðu til vegna COVID að fresta þessum aðgerðum. Því það er öllum ljóst hversu mikilvægt það er að hefja skólahaldið í sátt þegar gerðar eru stórar og óvinsælar breytingar. Hefja skildi breytt skólahald þegar búið er að undirbúa skólastarfið nægilega vel. Auðvita eru foreldrar ekki sáttir þegar hlutunum er hagað svona og ekki staðið við gefin loforð, hjartað í hverju hverfi er skólinn, líka í Grafarvogi. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun