Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta Þóra Jónsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 07:30 Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Ofbeldi gegn börnum Þóra Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi netöryggisdagurinn. Netöryggi barna er aðalviðfangsefni þessa dags. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og rétt á vernd gegn ofbeldi, á neti sem og annars staðar. Á vef Barnaheilla er að finna Ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um efni af netinu sem varðar ofbeldi gegn börnum eða annað ólöglegt efni sem tengist börnum. Dreifing nektarmynda af börnum, einstaklinga undir 18 ára, telst þar með. Mörg dæmi eru til um það að börnum hefur verið bjargað úr hættu og ofbeldisaðstæðum víðsvegar í heiminum, vegna samvinnu almennings með tilkynningum til ábendingalína og lögreglu, sem bregðast við með snörum og réttum hætti. Það er því góður möguleiki á því að hafa áhrif á stöðu barna, sem eru þolendur ofbeldis á neti, jafnvel þó þau séu frá fjarlægum löndum. Nýlega opnuðu Barnaheill nýja Ábendingalínu sem nú er aldursskipt og barnvæn. Ábendingalínan er hluti af SAFT verkefninu og nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleiri aðilum. Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu samstarfi undir hatti Inhope, regnhlífasamtaka ábendingalína um heim allan. Nýtt einkenni Ábendingalínunnar er strokleður, sem táknar það sem hægt er að gera ef upplýsingar fást um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu. Við því er þá hægt að bregðast og vinna að því að efnið verði fjarlægt af netinu, að stroka það út. Inni á Ábendingalínunni er að finna stuðning við þá sem tilkynna og leiðbeiningar um hvert skuli leitað ef hætta er á ferðum eða viðkomandi er í neyð. Sér hnappur er fyrir aldursflokkinn 14 ára og yngri, annar fyrir börn 15-17 ára og sá þriðji fyrir 18 ára og eldri. Mikilvægt er að tilkynnt sé um allt efni sem varðar ofbeldi gegn börnum og finnst á netinu, hvar svo sem þau kunna að vera í heiminum. Óháð því hvort um er að ræða ný eða gömul brot. Þegar tilkynning berst um efni sem inniheldur ofbeldi gegn börnum fer af stað lögreglurannsókn, unnið er að því að láta fjarlægja efnið af netinu innan 48 klst. frá því tilkynning berst og að koma barninu sem hefur mátt þola ofbeldið til hjálpar. Ef þú verður var við ofbeldi gegn börnum á netinu skaltu tilkynna það til ábendingalínunnar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.Höfundur er lögfræðingur og verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun