Örtröð og tómar hillur í aðdraganda sprengilægðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 20:33 Sérstaklega þykir eftirtektarvert að brauðhillur hafi tæmst. Slíkt gerist venjulega ekki á fimmtudögum, að sögn framkvæmdastjóra Krónunnar. Myndin er tekin í Krónunni á Granda síðdegis í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55