Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 13:09 Thwaites-jökullinn á Suðurskautslandinu er risavaxinn og afskekktur. Erfitt hefur reynst að gera beinar mælingar á ísnum þar fram til þessa. NASA/OIB/Jeremy Harbeck Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast. Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30
Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15
Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15