Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2025 11:57 Yutong-rafstrætisvagnar sem Strætó keypti af kínverska framleiðandanum árið 2018. Norsk hliðstæða Strætó segir að framleiðandinn geti stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa með fjarstýringu frá Kína. Strætó Norskt almannasamgöngufyrirtæki hefur varað yfirvöld við því að Kínverjar geti fjarstýrt rafmagnsvögnum sem eru notaðir á götum Oslóar. Strætó á höfuðborgarsvæðinu notar sömu kínversku vagnana. Fjölmiðlar í Noregi hafa undanfarna daga sagt fréttir af niðurstöðum leynilegrar rannsóknar sem Ruter, samlagsfélag um almenningssamgöngur í Osló og nágrenni, gerði á öryggi strætisvagna sinna í sumar. Þegar tveir vagnar, einn framleiddur í Evrópu en hinn í Kína, voru teknir í sundur kom í ljós að framleiðandi kínverska vagnsins gat tekið hann yfir, þar á meðal stjórn á rafhlöðu og rafmagnsstýribúnaði. Þannig gæti framleiðandinn hugsanlega stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa. Framleiðandinn gæti þó ekki ekið vögnunum með fjarstýringu. Ætla að láta vinna áhættumat á rekstri vagnanna Almannasamgöngufyrirtækið lét samgönguráðuneyti Noregs vita af niðurstöðunum. Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra, segist ætla að láta vinna ítarlegt áhættumat á notkun almenningsvagna frá löndum sem Noregur á ekki í öryggissamstarfi við. Norska ríkisútvarpið segir að um það bil 1.350 kínverskir rafdrifnir almenningsvagnar séu skráðir í Noregi, þar af 850 af gerðinni Yutong sem voru rannsakaðir í sumar. Yutong-rafstrætisvagni ekið af stað frá Zhengzhou í Kína þar sem Yutong er með höfuðstöðvar sínar.Vísir/Getty Þegar 140 Yutong-vagnar voru teknir í notkun í Vesturlandi í Noregi í sumar furðaði öryggissérfræðingur frá skóla norska sjóhersins, sig á því að stjórnmálamenn neituðu að hlusta á viðvaranir sérfræðinga í öryggismálum. Um þrjátíu kínverskir rafstrætisvagnar á snærum Strætó Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur tæplega þrjátíu rafvagna samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fyrstu rafvagnarnir voru teknir í notkun árið 2018 en það voru vagnar frá Yutong. Yutong-vagnar Strætó eru nú fimmtán talsins en tólf til viðbótar eru frá kínverska framleiðandanum CRRC. Til viðbótar reka vertakar Strætó örfáa vagna af gerðinni Higer sem er einnig kínversk. Norskur sérfræðingur frá Háskólanum í Suðaustur-Noregi sem staddur var á Íslandi fyrr í þessum mánuði sagði fréttastofu Sýnar þá að kínverskur bíll sem er vinsælli í Noregi sendi gögn til Kína stöðugt, óháð því hvort hann væri í gangi eða ekki. Tilefni væri til að varast að erlend ríki gætu nýtt slíka tækni til njósna. Framleiðendur bílsins hefðu ekki verið hreinskilnir með hvert gögnin væru send. Þeir héldu því fram að þau væru geymd í Evrópu þrátt fyrir að þau væru raunverulega send til Kína. Noregur Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Strætó Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Fjölmiðlar í Noregi hafa undanfarna daga sagt fréttir af niðurstöðum leynilegrar rannsóknar sem Ruter, samlagsfélag um almenningssamgöngur í Osló og nágrenni, gerði á öryggi strætisvagna sinna í sumar. Þegar tveir vagnar, einn framleiddur í Evrópu en hinn í Kína, voru teknir í sundur kom í ljós að framleiðandi kínverska vagnsins gat tekið hann yfir, þar á meðal stjórn á rafhlöðu og rafmagnsstýribúnaði. Þannig gæti framleiðandinn hugsanlega stöðvað vagnana eða gert þá ónothæfa. Framleiðandinn gæti þó ekki ekið vögnunum með fjarstýringu. Ætla að láta vinna áhættumat á rekstri vagnanna Almannasamgöngufyrirtækið lét samgönguráðuneyti Noregs vita af niðurstöðunum. Jon-Ivar Nygård, samgönguráðherra, segist ætla að láta vinna ítarlegt áhættumat á notkun almenningsvagna frá löndum sem Noregur á ekki í öryggissamstarfi við. Norska ríkisútvarpið segir að um það bil 1.350 kínverskir rafdrifnir almenningsvagnar séu skráðir í Noregi, þar af 850 af gerðinni Yutong sem voru rannsakaðir í sumar. Yutong-rafstrætisvagni ekið af stað frá Zhengzhou í Kína þar sem Yutong er með höfuðstöðvar sínar.Vísir/Getty Þegar 140 Yutong-vagnar voru teknir í notkun í Vesturlandi í Noregi í sumar furðaði öryggissérfræðingur frá skóla norska sjóhersins, sig á því að stjórnmálamenn neituðu að hlusta á viðvaranir sérfræðinga í öryggismálum. Um þrjátíu kínverskir rafstrætisvagnar á snærum Strætó Strætó á höfuðborgarsvæðinu rekur tæplega þrjátíu rafvagna samkvæmt upplýsingum frá Strætó.Fyrstu rafvagnarnir voru teknir í notkun árið 2018 en það voru vagnar frá Yutong. Yutong-vagnar Strætó eru nú fimmtán talsins en tólf til viðbótar eru frá kínverska framleiðandanum CRRC. Til viðbótar reka vertakar Strætó örfáa vagna af gerðinni Higer sem er einnig kínversk. Norskur sérfræðingur frá Háskólanum í Suðaustur-Noregi sem staddur var á Íslandi fyrr í þessum mánuði sagði fréttastofu Sýnar þá að kínverskur bíll sem er vinsælli í Noregi sendi gögn til Kína stöðugt, óháð því hvort hann væri í gangi eða ekki. Tilefni væri til að varast að erlend ríki gætu nýtt slíka tækni til njósna. Framleiðendur bílsins hefðu ekki verið hreinskilnir með hvert gögnin væru send. Þeir héldu því fram að þau væru geymd í Evrópu þrátt fyrir að þau væru raunverulega send til Kína.
Noregur Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Strætó Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira