Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2025 13:47 Donald Trump og ráðgjafar hans eru sagðir sannfærðir um að loftárásir muni fá Maduro til að stíga til hliðar. AP/Luis M. Alvarez Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa gefið bandaríska hernum skipun um að gera loftárásir í Venesúela. Árásirnar eru sagðar eiga að beinast að herstöðvum þar í landi sem Nicolas Maduro, forseti, mun hafa leyft fíkniefnasamtökum að starfa í. Maduro hefur verið ákærður af Bandaríkjamönnum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi og er hann sakaður um að stýra glæpasamtökum sem koma að því að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Umtalsverður herafli hefur verið sendur til Karíbahafsins, þar sem árásir hafa verið gerðar á báta sem Bandaríkjamenn hafa sagt notaða til að smygla fíkniefnum. Trump hefur þar að auki gefið til kynna að hann gæti skipað hernum að gera árásir í Venesúela. Samkvæmt heimildarmönnum Miami Herald gætu árásirnar hafist á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Ósannaðar ásakanir Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum sínum að árásunum yrði ætlað að skera höfuðið af Cartel de los Soles, glæpasamtökunum sem Maduro og aðrir í ríkisstjórn hans eru sakaðir um að stýra. Þessi samtök eru sögð smygla um fimm hundruð tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna og Evrópu á ári hverju. Venesúela hefur um langt skeið verið viðkomustaður kókaíns frá Kólumbíu sem flutt hefur verið til Bandaríkjanna og til Evrópu. Samtökin eru sögð vinna innan hers Venesúela og í samstarfi við önnur glæpasamtök eins og Tren de Aragua í Venesúela og Sinaloa-samtökin í Mexíkó. Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannanir fyrir þessum ásökunum sínum. Háttsettir menn í her og stjórnmálum Venesúela hafa ítrekað í gegnum árin verið bendlaðir við fíkniefnasmygl og framleiðslu. Í samtali við El País segja sérfræðingar að ekki sé endilega um glæpasamtök að ræða, þó margir ráðamenn í Venesúela stundi glæpastarfsemi. Sagði að tími Maduros væri liðinn Heimildarmenn Herald vildu ekki segja til um hvort árásirnar myndu beinast beint að Maduro en einn þeirra sagði að tími forsetans væri liðinn. Hann sagði Maduro í erfiðri stöðu og að nokkrir herforingjar hefðu sagst tilbúnir til að handsama hann og senda til Bandaríkjanna. Aðrir miðlar vestanhafs hafa enn sem komið er ekki staðfest frétt Herald og er vert að benda á að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, er erlendis. Þá eru nokkrir dagar í flugmóðurskipið USS Gerald Ford verður komið til Karíbahafsins. Wall Street Journal sló þó á svipaða strengi og Herald í gærkvöldi. Þá var sagt frá því í gærkvöldi að búið væri að ákveða hvaða skotmörk ráðast ætti á í Venesúela, ef og þá þegar sú ákvörðun að gera árásir yrði tekin. Þegar frétt WSJ var birt í gær kom þar fram að Trump hefði ekki tekið þá ákvörðun að hefja árásir en að undirbúningur væri langt á veg kominn. Þá segir miðillinn að Trump og hans helstu ráðgjafar séu þeirrar skoðunar að árásir myndu sannfæra Maduro um að stíga til hliðar. Sagði árásirnar óásættanlegar Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, Volker Türk, sagði í morgun að árásir Bandaríkjamanna á báta á Karíbahafi væru óásættanlegar. Hætta þyrfti þessum árásum og sagði hann einnig að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu að taka þær til rannsóknar. Hann sagði að líklega væru árásinar brot á alþjóðasamþykktum varðandi mannréttindi, enda væri verið að drepa fólk án dóms og laga. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Venesúela Hernaður Tengdar fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. 29. október 2025 07:36 Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. 26. október 2025 23:48 Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. 25. október 2025 09:55 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. 10. október 2025 09:03 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Maduro hefur verið ákærður af Bandaríkjamönnum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi og er hann sakaður um að stýra glæpasamtökum sem koma að því að smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. Umtalsverður herafli hefur verið sendur til Karíbahafsins, þar sem árásir hafa verið gerðar á báta sem Bandaríkjamenn hafa sagt notaða til að smygla fíkniefnum. Trump hefur þar að auki gefið til kynna að hann gæti skipað hernum að gera árásir í Venesúela. Samkvæmt heimildarmönnum Miami Herald gætu árásirnar hafist á næstu klukkustundum eða næstu dögum. Ósannaðar ásakanir Miðillinn hefur eftir heimildarmönnum sínum að árásunum yrði ætlað að skera höfuðið af Cartel de los Soles, glæpasamtökunum sem Maduro og aðrir í ríkisstjórn hans eru sakaðir um að stýra. Þessi samtök eru sögð smygla um fimm hundruð tonnum af kókaíni til Bandaríkjanna og Evrópu á ári hverju. Venesúela hefur um langt skeið verið viðkomustaður kókaíns frá Kólumbíu sem flutt hefur verið til Bandaríkjanna og til Evrópu. Samtökin eru sögð vinna innan hers Venesúela og í samstarfi við önnur glæpasamtök eins og Tren de Aragua í Venesúela og Sinaloa-samtökin í Mexíkó. Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannanir fyrir þessum ásökunum sínum. Háttsettir menn í her og stjórnmálum Venesúela hafa ítrekað í gegnum árin verið bendlaðir við fíkniefnasmygl og framleiðslu. Í samtali við El País segja sérfræðingar að ekki sé endilega um glæpasamtök að ræða, þó margir ráðamenn í Venesúela stundi glæpastarfsemi. Sagði að tími Maduros væri liðinn Heimildarmenn Herald vildu ekki segja til um hvort árásirnar myndu beinast beint að Maduro en einn þeirra sagði að tími forsetans væri liðinn. Hann sagði Maduro í erfiðri stöðu og að nokkrir herforingjar hefðu sagst tilbúnir til að handsama hann og senda til Bandaríkjanna. Aðrir miðlar vestanhafs hafa enn sem komið er ekki staðfest frétt Herald og er vert að benda á að Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, er erlendis. Þá eru nokkrir dagar í flugmóðurskipið USS Gerald Ford verður komið til Karíbahafsins. Wall Street Journal sló þó á svipaða strengi og Herald í gærkvöldi. Þá var sagt frá því í gærkvöldi að búið væri að ákveða hvaða skotmörk ráðast ætti á í Venesúela, ef og þá þegar sú ákvörðun að gera árásir yrði tekin. Þegar frétt WSJ var birt í gær kom þar fram að Trump hefði ekki tekið þá ákvörðun að hefja árásir en að undirbúningur væri langt á veg kominn. Þá segir miðillinn að Trump og hans helstu ráðgjafar séu þeirrar skoðunar að árásir myndu sannfæra Maduro um að stíga til hliðar. Sagði árásirnar óásættanlegar Yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, Volker Türk, sagði í morgun að árásir Bandaríkjamanna á báta á Karíbahafi væru óásættanlegar. Hætta þyrfti þessum árásum og sagði hann einnig að Sameinuðu þjóðirnar þyrftu að taka þær til rannsóknar. Hann sagði að líklega væru árásinar brot á alþjóðasamþykktum varðandi mannréttindi, enda væri verið að drepa fólk án dóms og laga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Hernaður Tengdar fréttir Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. 29. október 2025 07:36 Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. 26. október 2025 23:48 Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. 25. október 2025 09:55 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. 10. október 2025 09:03 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Bandaríkjaher gerði þrjár árásir á fjóra báta á alþjóðlegu hafsvæði undan ströndum Mexíkó og Gvatemala á mánudaginn. Fjórtán létust en einn bjargaðist. 29. október 2025 07:36
Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Bandaríkjamenn hafa undanfarnar drepið fjölda manns um borð í bátum undan ströndum Venesúela og Kólumbíu án dóms og laga eða mikils rökstuðnings. Stjórn Trump segir alla bátana hafa verið á leið til Bandaríkjanna með sendingar af fíkniefnum. Öldungadeildarþingmaður segir „raunhæfan möguleika“ á loftárásum á Venesúela. 26. október 2025 23:48
Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Nicolás Maduro, forseti Venesúela, segir ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, reyna að koma á stríði milli ríkjanna. Er það í kjölfar þess að Trump skipaði herafla sínum að flytja stærsta flugmóðurskip Bandaríkjanna og fylgiflota þess til Karíbahafsins. 25. október 2025 09:55
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45
Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Norska Nóbelsnefndin tilkynnti rétt í þessu að María Corina Machado leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá Venesúela hlaut friðarverðlaun Nóbels. 10. október 2025 09:03