„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2025 20:05 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem mætti á málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands síðdegis í gær. Hún er hér með Margréti Guðmundsdóttur, sem er formaður Suðurlandsdeildar „Delta Kappa Gamma“, sem er félag kvenna í fræðslustörfum en félagið stóð fyrir málþinginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró. Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira