„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. október 2025 20:05 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sem mætti á málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands síðdegis í gær. Hún er hér með Margréti Guðmundsdóttur, sem er formaður Suðurlandsdeildar „Delta Kappa Gamma“, sem er félag kvenna í fræðslustörfum en félagið stóð fyrir málþinginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró. Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Síðdegis í gær var haldið málþing í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem bar yfirskriftina „Lykill að líðan barna og unglinga“. Nokkur erindi voru haldin en sérstakur heiðursgestur var frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands en hún fjallaði meðal annars um átakið „Riddari kærleikans“ og snjallsímanotkun barna og unglinga voru henni líka ofarlega í huga. „En það er rosalega fátt þarna, sem er að næra okkur. Að horfast í augu, taka utan um hvort annað, að sjá þegar einhverju líður ekki vel og sýna hlýju og umhyggju, þora að tala um kærleik,“ sagði Halla og bætti við varðandi snjallsímanotkun. Forseti Íslands sagði m.a. á málþinginu að snjallsímar ræni innri ró fólks og að þeir séu búnir að ræna samfélagslegri ró.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég get ekki fullyrt að þetta sé fíkn af því að það er ekki búið að gera nógu langar rannsóknir, við erum ekki búin að vera til nógu lengi til að segja það. Við vitum það öll þegar við gleymum símanum þá erum við alltaf að leita af honum og við tökum hann aftur og aftur upp og við höfum enga stjórn á þessu. Þetta er búið að ræna okkur innri ró, þetta er búið að ræna samfélagslegri ró, þetta er búið að ræna getunni okkar til að geta talað saman svona óbeislaður aðgangur að þessu,“ sagði Halla. En hvað eru börn og unglingar mikið í símanum hvern dag? „Meðaltalið samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum í vestrænum heimi eru níu klukkutímar á dag, þar af fimm á samfélagsmiðlum, þannig að þetta er meira en hálf vinna og í rauninni meira en full vinna við skjáinn,“ segir Halla. „Við þurfum að gefa okkur smá skjól fyrir þessum blessuðu skjám og símum og mynda meira rými til að vera saman, til að tala saman, vera úti til að leika okkur, til að gleðjast og til að þrífast, sem manneskjur,“ bætir forsetinn við. Halla og dóttir hennar fóru í viku símabann í upphafi árs. „Það leiddi til þess að hún byrjaði að lesa, eitthvað þurfti hún að gera þegar síminn var ekki við hönd og hún er búin að lesa 115 bækur á árinu og það myndast ótrúlegt rými til að gera eitthvað annað ef við myndum okkur smá skjól fyrir þessum elsku rænuþjófum, sem færa okkur margt en ræna okkur líka mörgu mikilvægu,“ segir Halla Tómasdóttir, forseti Íslands. Fyrirlesararnir á málþinginu fengu allir rauða rós í þakklætisskyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira