Einn af hverjum þremur fær krabbamein Halla Þorvaldsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 15:00 Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn og þá beinum við sjónum að því sem vel hefur tekist – og því sem betur má fara þegar kemur að baráttunni gegn krabbameinum. Um þriðjungur Íslendinga fær krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni en helmingur allra krabbameina greinist eftir 65 ára aldur. Krabbamein eru svo algeng að flest okkar eiga amk einn nákominn sem fengið hefur krabbamein. Á Íslandi greindust sem dæmi að meðaltali 1647 einstaklingar með krabbamein á ári á árabilinu 2014 – 2018. Þeim fjölgar hins vegar sem lifa eftir að hafa fengið krabbamein og í árslok 2018 voru 15.294 einstaklingar á lífi, þar af 6.832 karlar og 8.462 konur. Þrátt fyrir framfarir í greiningu og meðferð er yfir fjórðungur dánarmeina ennþá af völdum krabbameina en bæði nýgengi og dánartíðni af völdum krabbameina fer sem betur fer lækkandi. Þó nýgengi lækki fjölgar samt krabbameinstilvikum hér á landi, fyrst og fremst af því að landsmönnum fjölgar og þjóðin eldist. Eru krabbamein alltaf lífshættuleg? Umræða um krabbamein er flókin. Greining krabbameins er flestum mikið áfall, því enn er það svo að flestir tengja orðið krabbamein við lífshættu. Það er hins vegar ekki endilega raunin því mörg krabbamein er hægt að lækna og öðrum er hægt að halda niðri í mjög langan tíma, líkt og mörgum langvinnum sjúkdómum. Þeir sem greinast með þessa sjúkdóma þurfa því ekki endilega að óttast um líf sitt þó meðferðin sé hins vegar oft á tíðum afar erfið og geti skert lífsgæði til skemmri eða lengri tíma. Framfarir í lækningum á öðrum krabbameinum, sérstaklega þeim sjaldgæfari, eru hins vegar oft á tíðum mun minni og lífshorfur takmarkaðar. Við greiningu slíkra sjúkdóma blasir við allt annar og alvarlegri veruleiki. Meiri þekking á krabbameinum og alvarleika þeirra er mikilvæg, við þurfum öll að vita betur hvað við er að fást í hverju tilviki. Áskoranir og leiðir Á alþjóðlega krabbameinsdeginum reikar hugurinn víða, áskoranirnar eru sannarlega margar. Árangur hér á landi er afar góður varðandi greiningu og meðferð og með aukinni gæðaskráningu á greiningu og meðferð í samstarfi Krabbameinsfélagsins og spítalanna er hægt að fylgjast enn betur með, til að tryggja árangur til framtíðar. Sjúkratryggingar Íslands veittu nýverið 220 milljónum til endurhæfingar þeirra sem fá krabbamein, með samningi við Ljósið. Það er risastórt framfaraskref sem ber að fagna. En áhyggjuefnin eru líka til staðar. Aðstaða krabbameinssjúklinga á dag- og göngudeild Landspítala er óboðleg og afar brýnt að bæta úr. Mönnunarvandi í heilbrigðisþjónustunni er sífellt áhyggjuefni, ekki minnst þegar ljóst er að þeim fjölgar sem þurfa þjónustu krabbameinseininganna. Forvarnir Huga þarf mun betur að forvörnum en nú er gert. Við öðlumst sífellt meiri upplýsingar um hvernig hægt er að draga úr líkum á krabbameinum með heilbrigðum lífsstíl. Mottumars er skammt undan og þar verður lögð áhersla á hreyfingu sem leið til að draga úr líkum á að karlmenn fái krabbamein. Félagið býður karlmönnum upp á stutt námskeið í samstarfi við hlaup.is og stendur fyrir Karlahlaupi þann 1. mars næstkomandi sem hentar öllum karlmönnum, hægum og hröðum. Stuðningsnetið Að greinast og lifa með krabbamein er sérstök reynsla og enginn þekkir hana eins vel og þeir sem hafa gengið í gegnum það sjálfir. Í dag hefst vitundarvakning Krabbameinsfélagsins og Krafts, eins aðildarfélags félagsins um Stuðningsnetið, undir yfirskriftinni Ég skil þig. Í Stuðningsnetinu býður fjöldi einstaklinga, sem fengið hefur krabbamein eða eru aðstandendur, fram krafta sína til að styðja fólk í sömu stöðu. Það er ómetanlegt. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun