Samfélagsleg ábyrgð og uppbygging innviða? Sandra B. Franks skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun