Samfélagsleg ábyrgð og uppbygging innviða? Sandra B. Franks skrifar 6. febrúar 2020 15:00 Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sandra B. Franks Mest lesið Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Þeir sem þekkja til heilbrigðisþjónustunnar vita að starfsfólk sem vinnur við hjúkrun er burðarvirki hennar, og þar gegna sjúkraliðar lykilhlutverki. Starfandi sjúkraliðar á Íslandi eru um 2.100 og um 98% þeirra eru konur. Vinnustaðir sjúkraliða er á sjúkrahúsum, endurhæfingarstofnunum, heilsugæslustöðvum, hjúkrunarheimilum og öðrum sambærilegar stofnunum auk þess að vera ráðandi vinnuafl í heimahjúkrun. Á þessum starfsstöðum sinna sjúkraliðar veikum, slösuðum, fötluðum og öldruðum einstaklingum og fjölskyldum þeirra sem glíma við margþættar áskoranir í lífinu. Umfangsmikil umræða hefur verið hjá stjórnvöldum og í samfélaginu um að nú þurfi að taka á vanda heilbrigðiskerfisins. Bráðadeild Landspítalans hefur verið í brennidepli og ítrekað á það bent að þar liggi bráðveikir einstaklingar sem hvorki njóta persónuverndar, né að hægt sé að tryggja gæði þjónustunnar. Umræða um óviðunandi heilbrigðisþjónustu við aldraða hefur einnig verið hávær og að skortur sé á hjúkrunarrýmum og starfsfólki sem sinnir hjúkrunarþjónustunni. Þá hefur einnig verið rætt að læknar séu langþreyttir, þeir sjái ekki til lands og að róðurinn þyngist og þyngist. Þessi umræða vekur upp kvíða og óöryggi hjá þorra fólks sem þarf á heilbrigðisþjónustunni að halda. Er það nema von að spurt sé: Hvar sækja stjórnvöld heimild til að láta heilbrigðiskerfið molna svona innan frá? Hver er ábyrgur fyrir þessari stöðu? Hvar er samfélagslega ábyrgðin? Í hverju felst þessi margumtalaða innviðauppbygging? Við sjúkraliðar vitum að rétt mönnun við hjúkrun tryggir öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar. Vissulega þurfa læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sinn sess í kerfinu en án okkar gengur starfsemin ekki upp. Það er því brýnt að tryggja að réttur starfsmaður sé á réttum stað á hverjum tíma, því allir þættir heilbrigðiskerfisins þurfa að virka. Það dugar ekki til að bæta þjónustu Landspítalans, heldur þarf einnig að tryggja þjónustu hjúkrunarheimila, endurhæfingarstofnana og heimahjúkrunar. Til að það gangi eftir er ljóst að bæta þarf starfsumhverfi fagstétta sem vinna við hjúkrun. Einmitt til þess að laða fólk inn í þessi mikilvægu störf og til að fyrirbyggja enn frekari flótta úr greininni. Sjúkraliðar hafa ekki farið varhluta af því aukna álagi sem hefur einkennt heilbrigðiskerfið undanfarin ár og þekkja því miður afleiðingar af krefjandi starfsumhverfi, miklu vinnuálagi og skertri hvíld. Um 90% félagsmanna Sjúkraliðafélags Íslands eru í vaktavinnu. Starfshlutfall þeirra er að meðaltali um 75%. Áratuga löng reynsla sýnir að í 70 - 80% starfshlutfalli, liggja velferðarmörk starfsmanna sem vinna við hjúkrun. Almennt eru sjúkraliðar því neyddir til að vera í hlutastarfi. Það er alls ekki vegna þess að þeir vilja ekki vera í fullu starfi, heldur af því að þeir eru í vaktavinnu sem hefur íþyngjandi áhrif á heilsufar þeirra og lífsgæði. Sjúkraliðar hafa því verið nauðbeygðir í hlutastarf til að vernda eigin heilsu, sem leiðir fólk í þann vítahring að erfitt er að ná endum saman. Það er því einsýnt að ef tryggja á öflugt heilbrigðiskerfi og velferð fagstétta sem vinnur við hjúkrun, þarf að mæta kröfum sjúkraliða um styttri vinnuviku og betri starfskjör, þannig að hægt sé að vera í fullu starfi án þess að gjalda fyrir það með óafturkræfum afleiðingum á heilsu og fjölskyldulíf. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun