Segir Liverpool þurfa bara einn leikmann og nafn hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2020 09:30 Kylian Mbappé á svo sannarlega framtíðina fyrir sér í fótboltanum. Getty/Erwin Spek/ Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain. Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira
Liverpool liðið er í það góðum málum á toppi ensku úrvalsdeildarinnar að liðið þarf ekki mikið á nýjum leikmönnum að halda. Það virðist þó vera að sumir stuðningsmenn Liverpool láti sig dreyma um að fá einn mest spennandi leikmann heims til félagsins. Sky Sports fékk Liverpool stuðningsmanninn Big Zuu um að segja sína skoðun á því hvaða leikmann vantar í Liverpool liðið. „Ég held að við þurfum ekki á nýjum leikmanni að halda því leikmannahópurinn í dag er svo góður og ég sé enga þörf til að koma með nýjan mann inn,“ sagði Big Zuu. „Ég held að nýr leikmaður gæti ekki gert liðið betra nema kannski ákveðinn leikmaður,“ sagði Big Zuu. Hvaða leikmenn þarf Liverpool að ná í til að halda yfirburðum sínum næstu tímabil? „Það er einn leikmaður sem við þurfum. Nafnið hans byrjar á „M“ og endar á „bappe“. Ég held að allt myndi breytast ef við fengjum Mbappe,“ sagði Big Zuu eins og sjá má hér fyrir neðan. "There's one player we need - his name begins with 'M' and ends with 'bappe'..." Liverpool fan @ItsBigZuu talks all things #LFC, including some ambitious transfer targets!#TransferTalkpic.twitter.com/i8sjZMx6Wg— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2020 Big Zuu vill líka helst fá inn annan miðvörð við hlið Virgil van Dijk og það þótt hann sé ánægður með Joe Gomez, Joël Matip og Dejan Lovren. Hann nefnir sérstaklega Kalidou Koulibaly hjá Napoli. Big Zuu kipptist allur til þegar sá sem tók viðtalið við hann nefndi möguleikann á því að Liverpool væri með þá Virgil van Dijk og Kalidou Koulibaly í miðri vörninni og Kylian Mbappé í fremstu víglínu. „Það gerir mig svakalega spenntan,“ sagði Big Zuu hlæjandi. Big Zuu ræðir líka aðdáun og samband sitt við fyrirliðann Jordan Henderson. Það má síðan deila um það hversu raunhæft er fyrir Liverpool að kaupa Kylian Mbappé og þurfa líklega að greiða metfé fyrir hann. Jürgen Klopp hefur ekki gert mikið af því að kaupa dýra leikmenn eða leikmenn sem eru orðnir stórstjörnur á heimsvísu. Leikmenn Liverpool hafa orðið það undir leiðsögn hans. Kylian Mbappé er enn bara 21 árs gamall en hann hefur þegar orðið heimsmeistari með Frökkum og hefur skorað 81 mark í 111 leikjum í öllum keppnum með franska stórliðinu Paris Saint-Germain.
Enski boltinn Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Sjá meira