Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 12:03 Viktor Gyökeres og Marcus Rashford völdu báðir treyjunúmer Thierry Henry en þeir eru ekki þeir einu. Getty/Stuart MacFarlane/David Ramos Það er eitthvað með töluna fjórtán og bestu leikmennina sem hafa skipt um félög í alþjóðlega fótboltanum í sumar. Fjórir af þeim hafa allir valið sömu töluna á nýja búninginn sinn. Það vakti athygli að framherjarnir Viktor Gyökeres og Marcus Rashford ákváðu báðir að feta í fótspor Thierry Henry þegar kemur að treyjunúmeri. Gyökeres valdi treyju númer fjórtán hjá Arsenal þar sem Henry er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Rashford valdi treyju númer fjórtán hjá Barcelona þar sem Henry spilaði frá 2007 til 2010. Gyökeres spilaði númer níu hjá Sporting en hún var upptekin hjá Arsenal því það er númer Brasilíumannsins Garbiel Jesus. Rashord spilaði númer tíu hjá Manchester United og var númer níu hjá Aston Villa þegar hann var lánaður þangað á síðasta tímabili. Lamine Yamal var að fá tíuna hjá Barcelona með viðhöfn og hún er að losna í bráð. Pólski framherjinn Robert Lewandowski er síðan númer níu hjá Barcelona. Þessir tveir kappar eru hins vegar ekki þeir einu sem hafa valið treyju númer fjórtán í sumar. Króatinn Luka Modric spilaði lengi í númer tíu hjá Real Madrid en hann yfirgaf spænska félagið í sumar og samdi við ítalska félagið AC Milan. Modric valdi treyju fjórtán hjá AC Milan. Portúgalska stjarnan Rafael Leao spilar í treyju númer tíu hjá AC Milan. Nú síðast ákvað Luis Díaz sem Bayern München keypti frá Liverpool, að velja sér líka treyju númer fjórtán. Díaz hefur spilað númer sjö hjá Liverpool en Serge Gnabry er í sjöunni hjá Bæjurum. View this post on Instagram A post shared by Actu Foot (@actufoot_) Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira
Það vakti athygli að framherjarnir Viktor Gyökeres og Marcus Rashford ákváðu báðir að feta í fótspor Thierry Henry þegar kemur að treyjunúmeri. Gyökeres valdi treyju númer fjórtán hjá Arsenal þar sem Henry er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Rashford valdi treyju númer fjórtán hjá Barcelona þar sem Henry spilaði frá 2007 til 2010. Gyökeres spilaði númer níu hjá Sporting en hún var upptekin hjá Arsenal því það er númer Brasilíumannsins Garbiel Jesus. Rashord spilaði númer tíu hjá Manchester United og var númer níu hjá Aston Villa þegar hann var lánaður þangað á síðasta tímabili. Lamine Yamal var að fá tíuna hjá Barcelona með viðhöfn og hún er að losna í bráð. Pólski framherjinn Robert Lewandowski er síðan númer níu hjá Barcelona. Þessir tveir kappar eru hins vegar ekki þeir einu sem hafa valið treyju númer fjórtán í sumar. Króatinn Luka Modric spilaði lengi í númer tíu hjá Real Madrid en hann yfirgaf spænska félagið í sumar og samdi við ítalska félagið AC Milan. Modric valdi treyju fjórtán hjá AC Milan. Portúgalska stjarnan Rafael Leao spilar í treyju númer tíu hjá AC Milan. Nú síðast ákvað Luis Díaz sem Bayern München keypti frá Liverpool, að velja sér líka treyju númer fjórtán. Díaz hefur spilað númer sjö hjá Liverpool en Serge Gnabry er í sjöunni hjá Bæjurum. View this post on Instagram A post shared by Actu Foot (@actufoot_)
Enski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ Sjá meira