Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 07:31 Tom Brady var ekki aðdáandi vinnubragða Wayne Rooney hjá Birmingham og enska goðsögnina var rekinn eftir tæpa þrjá mánuði. Getty/Chris Brunskill/Jonathan Moscrop Tom Brady var ekkert bara upp á punt þegar kemur að enska fótboltaliðinu Birmingham City. Þessi NFL goðsögn hafði sterkar skoðanir á stjóra og leikmönnum félagsins. Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc) Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira
Eftir að Brady gerðist meðeigandi hjá enska félaginu þá fór hann líka að reyna að hafa áhrif. Þetta kemur fram í nýjum Amazon Prime heimildaþáttum um Birmingham City sem breska ríkisútvarpið hefur upplýsingar um en verða frumsýndir á morgun. BBC gerir mikið úr ummælum Brady um þáverandi knattspyrnustjóra Birmingham sem var Manchester United goðsögnin Wayne Rooney. Brady sá eitthvað sem hann var ekki ánægður með. „Ég hef svolítið áhyggjur af vinnusiðfræði aðalþjálfarans okkar,“ sagði Brady við kollega sína og bætti við: Ég meina, ég þekki þetta ekki nógu vel og hef kannski ekki alveg réttu tilfinninguna fyrir þessu,“ sagði Brady. Rooney var rekinn sem knattspyrnustjóri Birmingahm í byrjun janúar 2024, rétt tæpum þremur mánuðum eftir að hann var ráðinn. Liðið vann aðeins tvo af fimmtán leikjum undir hans stjórn. Kannski hitti Brady þarna naglann á höfuðið því Rooney hefur hvergi blómstrað sem knattspyrnustjóri og liðin líta oftast ekki vel undir hans stjórn. Svo slæmt var orðið ástandið hjá Birmingaham að félagið féll niður i C-deildina um vorið. Brady kenndi líka leikmönnum um það að liðið féll úr ensku b-deildinni. „Við erum þegar búnir að skipta út þjálfaranum svo þetta eru leikmennirnir því ekki fer þjálfarinn út á völl til að sparka boltanum í markið. Þeir voru latir, þeir telja sig eiga rétt á einhverju, þegar þú ert latur og heimtar eitthvað þá áttu ekki mikla möguleika á því að ná árangri,“ sagði Brady„Við verðum að koma því fólki út sem hafa ekki þetta sigurhugarfar sem við þurfum. Ég held að það verði miklar mannabreytingar í sumar,“ sagði Brady. Birmingham setti nýtt met í eyðslu þetta sumar fyrir félag í C-deild. Liðið vann ensku C-deildina í vor og er komið aftur upp í ensku b-deildina. Íslensku landsliðsmennirnir Willum Þór Willumsson og Alfons Sampsted hjálpuðu til að koma liðinu aftur upp og stefnan hefur verið sett á sæti í ensku úrvalsdeildinni. Það er erfitt að mótmæla mikið Brady sem er sigursælasti leikmaðurinn í sögu NFL deildarinnar. Hann veit hvað þurfti til að ná árangri þar og setur miklar kröfur á vinnusemi og metnað hjá þeim sem starfa fyrir félag í hans eigu þótt að Brady sé vara minnihlutaeigandi. View this post on Instagram A post shared by BCFC News (@birminghamcityfc)
Enski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Sjá meira