Liverpool efst í kosningu Sky Sports á besta liðinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2020 13:30 Sadio Mané lyftir Meistaradeildarbikarnum en hann hefur verið magnaður síðasta árið. Getty/Matthias Hangst Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Það er aldrei auðvelt verkefni að bera saman lið frá mismunandi tímum en það kemur ekki í veg fyrir að menn láti vaða. Nýjasta dæmi er netkönnun Sky Sports. Sky Sports vildi fá að vita hvaða lið lesendur sínir töldu vera besta liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það komu mörg frábær lið til greina en topplið dagsins í dag hafði betur gegn þeim öllum. 1st) Klopp's Liverpool 2nd) United's treble winners 3rd) Arsenal's Invincibles 4th) Man City's Centurionshttps://t.co/uDCGmRiFo3— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 21, 2020 Velgengni Liverpool liðsins á þessu tímabili er einstök en Evrópu- og heimsmeistarar félagsliða hafa unnið 21 af 22 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og markatalan er 52-14. Liverpool hefur reyndar ekki unnið enska meistaratitilinn enn en aðeins stórslys kemur í veg fyrir það. Liðið er með sextán stiga forskot og á einnig leik til góða á Manchester City sem er í öðru sæti. Manchester City hefur ekki náð að fylgja eftir tveimur frábærum tímabilum í röð og tapaði enn á ný stigum um helgina. 36 prósent lesenda Sky Sports völdu Liverpool liðið í dag sem var þremur prósentum á undan þrennuliði Manchester United frá 1998-99. Arsenal liðið tapaði ekki leik á 2003-04 tímabilinu en það dugði þó aðeins í þriðja sætið í þessari kosningu eins og sjá má hér fyrir neðan. Which is the greatest Premier League team?— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 20, 2020 Það var mjög góð þátttaka í kosningu Sky Sports en alls voru greidd yfir 307 þúsund atkvæði sem verður að teljast mjög gott. Þrenna Manchester United þegar liðið vann enska titilinn, enska bikarmeistaratitilinn og Meistaradeildina, var magnað afrek en liðið náði samt ekki að vinna 16 af 38 leikjum sínum og endaði aðeins einu stigi á undan Arsenal. Þrettán jafntefli og þrjú töp komu þó ekki í veg fyrir sigur í deildinni og vikan í lokin var mögnuð þar sem United tryggði sér alla titlana á tíu dögum eða frá 16. maí til 26. maí 1999. Arsenal liðið frá 2003-04 gerði tólf jafntefli og fékk „aðeins“ 90 stig en er eina liðið í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem hefur farið taplaust í gegnum heilt tímabil. Liðið fór síðan í undanúrslitin í báðum bikarkeppnum og í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Í fjórða sætinu er síðan metlið Manchester City frá 2017-18 sem er eina liðið sem hefur náð í hundrað stig á einu tímabili og er einnig það lið sem hefur skorað flest mörk á einni leiktíð eða 106. Það City lið vann ensku deildina með nítján stiga forskot á næsta lið og vann síðan enska deildabikarinn að auki. Liðið datt úr í fimmtu umferð enska bikarsins og komst í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur unnið tvo titla á þessu tímabili og enn möguleika á að vinna þrjá til viðbótar. Það á því enn eftir að koma í ljós hversu gott þetta tímabil verður í raun. Liðið er aftur á móti handhafi tveggja stærstu alþjóðlegu titlanna og getur enn bætt stigamet Manchester City. Liverpool á enn möguleika á að ná í 112 stig á þessari leiktíð. Liðið er síðan komið með níu fingur á fyrsta enski meistaratitilinn í 30 ár og þann fyrsta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira