Þekktur stuðningsmaður Man. City heldur því fram að Liverpool hafi keypt sér titilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2020 09:30 Virgil van Dijk kostnaði nú dágóða upphæð en hann hefur líka breytt varnarleik Liverpool. Hér fagnar hann marki. Getty/Michael Regan Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim. Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Það er mikið gert úr eyðslu Manchester City í sína leikmenn en minna úr eyðslu Liverpool. Liverpool er svo gott búið að tryggja sér enska titilinn og enda tveggja ára sigurgöngu Manchester City. Voru það peningarnir sem skiluðu Liverpool á toppinn? Einn harður stuðningsmaður Manchester City liðsins er í það minnsta harður á því að Liverpool sé búið að kaupa sér fyrsta enska meistaratitil félagsins í þrjátíu ár. Sá er Youtube stjarnan Steven Mcinerney og hér fyrir neðan má sjá rökin hans fyrir því að segja að Liverpool hafi keypt sér fyrsta titil sinn í ensku úrvalsdeildinni. Man City fan @StevenMcinerney says Liverpool have BOUGHT their way to the title With £400m spent, does he have a point?#UnpopularOpinionpic.twitter.com/th6If0gzus— 888sport (@888sport) January 21, 2020 „Mín skoðun er ekki mjög vinsæl en hún er samt að Liverpool hafi keypt sér titilinn. Ég veit að það er eins og að kasta steini úr glerhúsi þegar stuðningsmaður Manchester City segir þetta. Ég hef samt séð lið gera þetta áður og við þekkjum þetta hjá Manchester City. Liverpool liðið er algjörlega frábært, með stórbrotinn stjórna og góð kaup en félagið hefur engu að síður eytt meira en 400 milljónum punda,“ sagði Steven Mcinerney. En er þetta rétt hjá honum? Liverpool hefur vissulega eytt peningi í leikmenn en hvaða lið hefur ekki gert það í ensku úrvalsdeildinni. Kobe Tong á GiveMeSport vefnum tók að sér að stinga aðeins upp í stuðningsmann Manchester City. Tong segir að leikmenn eins og Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino voru allir keyptir fyrir minni pening en það kostaði Manchester City að fá Benjamin Mendy, Joao Cancelo og Riyad Mahrez. Hvað þá leikmen eins og Andrew Robertson, Joel Matip, Joe Gomez, James Milner og Jordan Henderson sem voru allir ódýrari en það sem Manchester City borgaði fyrir Claudio Bravo. Kobe Tong viðurkennir fúslega að Liverpool væri ekki í sömu stöðu án þeirra Alisson og Virgil Van Dijk en getur ekki verið sammála því að með því að kaupa tvo dýra leikmenn sértu að kaupa titilinn. Liverpool hefur vissulega eytt stórum upphæðum í leikmenn en er langt frá því að hafa keypt sér enska titilinn miðað við meistaralið Manchester City á undan þeim.
Enski boltinn Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira