Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 16:30 Umræddar niðurstöður komu vísindamönnum á óvart. Unsplash/Cassie Matias Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt. Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt.
Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47
Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30
Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57