Er eitthvað að fela? Sara Dögg Svanhildardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:00 Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun