Er eitthvað að fela? Sara Dögg Svanhildardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 11:00 Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Þegar starfað er í stjórnmálum skiptir miklu máli að taka hlutverk sitt alvarlega. Ekki síst til að ýta undir nauðsynlegt traust og langþráð gegnsæi í íslenskri stjórnsýslu. Sumir stjórnmálaflokkar hafa í grunnstefnu sinni að tryggja að almannahagsmunir séu í fyrirrúmi, að farið sé vel með almannafé og að gegnsæi ríki í ákvarðanatöku stjórnvalda. Þannig myndast traust á milli kjósenda og kjörinna fulltrúa enda er það forsenda heilbrigðs samfélags. Aðrir stjórnmálaflokkar virðast hins vegar hafa þá vinnureglu að reyna eftir fremsta megni að torvelda aðgengi almennings að upplýsingum, svara illa fyrirspurnum um framgang mála og finnast gagnsæi vera hálfgert vesen. Gleðispillir jafnvel. Í Garðabæ hefur verið tekin ákvörðun um uppbyggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Sem er mjög jákvætt og gott skref að okkar mati. Garðbæingar eru stoltir af Stjörnunni enda framúrskarandi lið og einstaklingar á ferð, hvort sem litið er til boltaíþrótta eða fimleika. Nú berast fregnir af því að áform um uppbyggingu í Vetrarmýrinni standist ekki, framkvæmdin mun vera flóknari en fyrr var talið. Það sé snúið mál að byggja í mýri og eitthvað í þeim dúr. Eins og það hafi átt að koma á óvart. Gott og vel. Það sem er hins vegar bagalegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar þráast við að veita minnihlutanum upplýsingar. Bæjarstjórnarmeirihlutinn lítur á beiðni minnihlutans sem ákveðið vesen, en það er lýsandi fyrir viðhorf meirihlutans til leikreglna lýðræðisins. Einföldum spurningum um raunverulegan framgang verkefnisins er vart svarað og meirihlutinn sýnir lítið frumkvæði í að greiða fyrir aðgengi minnihlutans og þar með almennings að upplýsingum um framkvæmdina. Og þetta er ekki einhver smáframkvæmd. Um er að ræða gríðarlega fjárfestingu af hálfu bæjarins um að minnsta kosti 4,5 milljarða króna. Framkvæmdin er fjármögnuð að hluta til beint úr bæjarsjóði en að stórum hluta af lóðasölu (sem ekki er enn vitað hvort gangi upp) og frekari lántöku. Það er auðvitað kappsmál okkar allra að vel takist til. Enda íþrótta- og tómstundastarf mikilvægara sem aldrei fyrr. En það hefur verið merkilegt að fylgjast með því hversu viðkvæmt það er fyrir meirihlutann að koma hreint fram og veita einfaldar upplýsingar. Því hljótum við að staldra við og spyrja okkur hvers vegna svo sé. Það er eðli stjórnmálanna að þeir sem eru í minnihluta veita aðhald og spyrja spurninga; þeir sem eru í meirihluta eiga að axla ábyrgð á ákvörðunum sínum og standa með þeim. Það verða alltaf álitamál sem leysa þarf og heilbrigt er að eiga samtal um. Við það á enginn að vera feiminn. En það leysir engan vanda að stinga höfðinu í sandinn og bíða af sér óþægindin. Slík stjórnun er varla í þágu almennings. Betra væri að koma hreint fram gagnvart íbúum Garðabæjar og að lágmarki svara eðlilegum spurningum um framvindu mikilvægra verkefna. Það er ekkert að fela. Eða hvað? Sara Dögg er oddviti Garðabæjarlistans og Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun