Gilda lög í vopnuðum átökum? Brynhildur Bolladóttir skrifar 8. janúar 2020 13:00 Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Donald Trump Íran Brynhildur Bolladóttir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Þónokkuð hefur verið fjallað um orð Trump Bandaríkjaforseta um að hann hafi áætlanir um 52 írönsk skotmörk í hernaðarlegum aðgerðum, mörg þeirra mikilvæg í íranskri menningu. Eflaust spyrja sig margir hvers vegna þetta skipti máli og hvort Trump megi ekki bara gera það sem hann vill? Gilda einhver lög í stríði? Stutta svarið er já, í vopnuðum átökum gilda lög. Alþjóðleg mannúðarlög gilda á tímum ófriðar, þau helgast bæði af venjurétti sem og Genfarsamningunum svokölluðu sem urðu 70 ára á síðasta ári sem og þremur viðbótarbókunum við þá auk annarra mikilvægra samninga á sviði mannúðarlaga. Með undirritun Genfarsamninganna hafa ríki heims skuldbundið sig til þess að takmarka stríðsrekstur á ýmsan hátt og hlífa þeim sem ekki taka beinan þátt í ófriði. Genfarsamningarnir veita vernd í vopnuðum átökum og eru hornsteinninn í alþjóðlegum mannúðarrétti. Öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna auk Vatíkansins, Palestínu og Cookseyja, hafa fullgilt samninganna og fjölmörg ríki hafa fullgilt viðauka við þá. Alþjóðaráð Rauða krossins er verndari Genfarsamninganna frá 1949 og viðauka við þá. Í samningunum eru ákvæði sem veita Rauða krossinum víðtækt hlutverk við að vernda og aðstoða fórnarlömb stríðsátaka. Rauði krossinn fræðir stríðandi fylkingar um Genfarsamningana og fylgist með því að þeir séu virtir. Grundvallaratriði Genfarsamninganna eru: Allir sem hafa lagt niður vopn eiga rétt á vernd. Fangar njóta verndar. Þeir sem sinna hjálpastarfi njóta verndar. Ekki má ráðast á eignir óbreyttra borgara. Ekki má valda þarflausri eyðileggingu eða þjáningum. Menningarverðmæti líkt og söfn, sögulegar minjar eða fornleifar eru hluti af sjálfsmynd fólks og njóta einnig verndar. Árásir á menningarverðmæti eru svo miklu meira en eyðilegging á múrsteinum, viði eða steypu. Þær eru árásir á sjálfsmynd, minni og sögu, reisn og framtíð komandi kynslóða. Hvað segja alþjóðleg mannúðarlög um menningarverðmæti í stríði? Alþjóðleg mannúðarlög skylda aðila vopnaðra átaka til að vernda og virða menningarverðmæti. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er óheimilt að ráðast á menningarverðmæti eða nota í hernaðarlegum tilgangi, nema hernaðarleg nauðsyn krefjist þess. Ennfremur mega aðilar að átökunum ekki hertaka, eyðileggja eða skemma menningarverðmæti og verða að stöðva þjófnað, skothríð eða skemmdarverk sem beinast gegn slíkum verðmætum. Fylgifiskur þess að glata menningarverðmætum er að fólk, samfélög og þjóðfélög glatar þeim og sögunni. Til að setja þetta í eitthvað samhengi sem við getum mögulega skilið þá má nefna nokkur dæmi um staði sem okkur þykir vænt um og viljum halda. Árbæjarsafn. Þjóðveldisbærinn á Stöng. Listasafn Íslands. Þjóðminjasafnið. Þjóðmenningarhúsið Hverfisgötu. Hallgrímskirkja. Þá reikar hugurinn til Parísar og Notre Dame sem brann á síðasta ári og heimurinn fylgdist með. Þar var vissulega ekki um skotmark vopnaðra átaka að ræða en bruni hennar hafði áhrif langt út fyrir landsteina Frakklands. Kveðið er á um lagalega vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum bæði í venjurétti sem og alþjóðasamningum, þar á meðal Haag-samningnum frá 1954 um vernd menningarverðmæta í vopnuðum átökum, tveimur bókunum hans svo og viðbótarbókunum frá 1977 við Genfarsamningana frá 1949. Ísland hefur ekki fullgilt Haag-samninginn frá 1954 en fyrir þinginu liggur þingsályktunartillaga þess efnis. Það er full ástæða til að fullgilda hann og það er full ástæða fyrir Ísland að tala um fyrir aukinni virðingu fyrir Genfarsamningunum, að þeir séu virtir í hvívetna hvort sem um sé að ræða menningarverðmæti eða þær manneskjur sem njóta verndar á tímum vopnaðra átaka lögum samkvæmt. Höfundur er upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun