Flugvélin var á leið aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði Sylvía Hall skrifar 9. janúar 2020 12:13 Myndum af fórnarlömbunum hefur verið stillt upp á flugvelinum í Kænugarði þar sem farþeganna er minnst. Vísir/EPA Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins. Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Úkraínska farþegaþotan sem hrapaði skömmu eftir flugtak frá alþjóðaflugvellinum í Teheran aðfararnótt miðvikudags hafði verið að reyna að snúa aftur til flugvallarins þegar hún hrapaði að sögn íranskra flugmálayfirvalda. Flugvélin hafi verið að fljúga í vestur frá flugvellinum en hafði snúið í austur eftir að bilun kom upp. Flugvélin var á leið frá Teheran í Íran til Kænugarðs í Úkraínu þegar slysið varð. Allir um borð fórust í slysinu.Flugvélin sendi engin neyðarboð frá sér áður en hún hrapaði en vitni lýsa því að flugvélin hafi logað þegar hún hrapaði til jarðar. Flugmálayfirvöld hafa sent fyrstu gögn til Úkraínu og höfuðstöðva Boeing í Bandaríkjunum sem og Svíþjóðar og Kanada, en 63 Kanadamenn og tíu Svíar voru á meðal farþega vélarinnar. Íranir hafa þó gefið það út að þeir ætli ekki að afhenda bandarískum yfirvöldum eða Boeing flugritann og munu sjálfir að sjá um rannsókn málsins. Vélin var af gerðinni Boeing 737-800. Sjá einnig: 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Stjórnvöld í Úkraínu munu senda teymi sérfræðinga til Írans til þess að rannsaka orsakir slyssins. Oleksiy Danylov, ritari öryggisráðs Úkraínu, sagði alla möguleika verða skoðaða en talið er að eldur hafi komið upp í hreyfli vélarinnar. Athugað verður hvort flugvélin hafi orðið fyrir stýriflaug, hryðjuverkaárás hafi átt sér stað eða hvort sprenging í vélarbúnaði vélarinnar hafi orðið. Í frétt BBC kemur fram að í sérfræðingar sem komu að rannsókn flugslyssins í Úkraínu árið 2014 þegar MH17, vél Malaysian Airlines, var grandað munu taka þátt í rannsókninni. Þrátt fyrir að yfirvöld í Íran ætli ekki að afhenda Boeing flugritann hafa forsvarsmenn flugvélaframleiðandans gefið það út að þeir muni aðstoða eins og þarf við rannsókn málsins. Alla jafna kemur framleiðandi þeirrar vélar sem ferst að rannsóknum slysa og er rannsóknarnefnd flugslysa í Bandaríkjunum yfirleitt kölluð til í mannskæðum flugslysum ef um er að ræða Boeing-vélar.Hér að neðan má sjá myndband af vettvangi slyssins.
Bandaríkin Fréttir af flugi Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugritann Íranir segjast ekki ætla að afhenda flugrita úkraínsku farþegaþotunnar sem fórst í Teheran með 176 innanborðs í gær til bandarískra yfirvalda eða flugvélaframleiðandans Boeing. 9. janúar 2020 07:04
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36
Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Forseti Úkraínu heitir því að komast til botns í því hvað grandaði úkraínskri farþegaþotu í Íran í morgun. 8. janúar 2020 16:45