Sakaði Biden um að ætla að „skaða guð“ Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 22:43 Trump réðst harkalega á trú Joe Biden í dag. Biden er kaþólskur en fyrr í vikunni sagði Trump um kaþólikka að þeir „elskuðu“ byssur. AP/Susan Walsh Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti vefengdi trúrækni Joe Biden, væntanlegs forsetframbjóðanda Demókrataflokksins, og sagði að hann ætli sér að „skaða guð“ í heimsókn í Ohio í dag. Framboð Biden sakaði forsetann á móti um að notfæra sé Biblíuna í pólitískum tilgangi. Skoðanakannanir benda til þess að Biden hafi töluvert forskot á Trump á landsvísu nú þegar innan við þrír mánuðir eru til forsetakosninga. Trump hefur brugðist við með framandlegum fullyrðingum um að Biden muni sem forseti „leggja niður“ lögregluna og taka byssur af fólki fyrirvaralaust. Forsetinn gekk enn lengra þegar hann heimsótti Ohio í dag með persónuárás sem beindist að trú Biden. „Hann fylgir stefnu róttæka vinstrisins, taka af ykkur byssurnar, eyðileggja annan viðaukann ykkar, engin trúarbrögð, ekkert ekki neitt, skaða Biblíuna, skaða guð. Hann er á móti guði. Hann er á móti byssum. Hann er á móti orku, okkar tegund af orku. Ég held að honum eigi ekki eftir að vegna svo vel í Ohio,“ sagði Trump og vísaði til annars viðaukans við bandarísku stjórnarskrána sem hefur verið túlkuð þannig að hún gefi einstaklingum rétt til að eiga skotvopn. Biden er kaþólskur og hefur meðal annars rætt opinberlega um að trúin hafi hjálpað honum að takast á við lát fyrstu eiginkonu sinnar og barna. Trump, sem nýtur mikil stuðnings evangelískra kristinna kjósenda, er ekki trúaður að því er best er vitað. Hann hefur meðal annars sagst aldrei hafa þurft að biðja guð fyrirgefningar um ævina. Talsmaður framboðs Biden svaraði ummælum forsetans með því að segja að trúin væri kjarni Biden sem manneskju. Hún hafi verið honum styrkur og huggun í miklum erfiðleikum. Sakaði hann Trump um að notfæra sér Biblíuna og að reyna að „sundra þjóðinni á tímum neyðar og sársauka“. Vísaði talsmaður þar til þess þegar Trump lét rýma torg við Hvíta húsið þar sem mótmælendur voru komnir saman með valdi til þess að geta látið mynda sig við kirkju með Biblíu á lofti. Heimsókn Trump til Ohio gekk ekki áfallalaust í dag. Mike DeWine, ríkisstjóri Ohio, sem átti að taka þátt í opinberum viðburði í verksmiðju Whirlpool í dag forfallaðist eftir að hann greindist smitaður af Covid-19.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Trúmál Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump varði sig með lygum í átakasömu viðtali við Fox Misheppnuð viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum voru efst á baugi í átakasömu viðtali Donalds Trump Bandaríkjaforseta við Fox-sjónvarpsstöðina um helgina. Trump hélt fast í lygar og misvísandi fullyrðingar þrátt fyrir tilraunir spyrils Fox til þess að ganga á forsetann um sannleiksgildi þeirra. 20. júlí 2020 12:26