Arnar Gunnlaugs: Dóum ekki eins og einhverjir aumingjar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 23:00 Arnar Gunnlaugsson fannst sitt lið ekki eiga skilið að detta út úr bikarnum í kvöld. Vísir/Bára „Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15