Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var sáttur með stigið í Garðabænum en Víkingar máttu alls ekki tapa leiknum. vísir/bára Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti