Mikilvægt að málin séu leyst við samningaborðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 18:09 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst ánægð með að FFÍ og Icelandair hafi náð saman. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“ Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ánægjulegt að Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands hafi náð saman og ritað undir nýjan kjarasamning hjá ríkissáttasemjara í nótt. Mikilvægt sé að leysa mál sem þetta með samningum. Hún segir rökin fyrir því að Icelandair fái ríkisábyrgð sé að félagið hafi höfuðstöðvar hér á landi og sé með íslenska kjarasamninga. „Þetta eru auðvitað ánægjulegar lyktir í þessu og auðvitað er það við samningaborðið sem á að leysa slík mál. Það var mjög mikilvægt að ríkissáttasemjari boðaði til þessa fundar í gær og að deilendur skyldu ákveða að setjast niður og gera þessa úrslitatilraun,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu í dag. Hún segir afar gott að náðst hafi saman í deilunni, en á föstudag tilkynnti Icelandair um að félagið hygðist slíta viðræðum við Flugfreyjufélagið og að flugfreyjum og þjónum félagsins yrði sagt upp. Með undirritun kjarasamnings í gær voru þær uppsagnir dregnar til baka. „Það er gott að þarna náðist saman, því það er auðvitað þarna sem á að leysa málin. Með frjálsum samningum þar sem aðilar ná saman.“ Morgunblaðið greinir jafnframt frá því að Katrín hafi verið í samskiptum við Aðalstein Leifsson ríkissáttasemjara vegna málsins. Það hafi þó verið ríkissáttasemjara, en ekki hennar, að boða aðila á fund í deilunni. Mikilvægur áfangi fyrir Icelandair Katrín segir jafnframt að svo virðist sem samningurinn, sem kynntur verður fyrir félagsmönnum FFÍ á mánudag, sé mikilvægur liður í þeirri vegferð sem Icelandair er á. Félagið hyggur á hlutafjárútboð í næsta mánuði. „Ég ímynda mér að þetta sé mikilvægur áfangi fyrir félagið, að geta haldið áfram í sínu verkefni, sem er auðvitað að undirbúa hlutafjárútboð og tryggja það að bæði hluthafar og lánadrottnar komi að því verkefni að leggja félaginu til [fé].“ Þá segir hún stjórnvöld hafa lagt áherslu á að Icelandair héldi starfsemi sinni og kjarasamningum hérlendis. „Við höfum auðvitað lagt á það áherslu, stjórnvöld, allan tímann að það sé mikilvægt að ef ríkið eigi að koma að með sína ábyrgð að þá annars vegar takist vel upp í hlutafjárútboði og rökin fyrir því séu að hér sé einmitt félag með höfuðstöðvar á Íslandi og með íslenska kjarasamninga,“ segir forsætisráðherrann. Ánægjulegt sé að málinu sé lokið, en það hafi verið erfitt. „ Þetta mál fór auðvitað í mjög harðan hnút og ég vil bara ítreka það að sá lærdómur sem við getum dregið af þessu er hversu mikilvægt það er að fólk útkljái svona mál við samningaborðið.“
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06 „Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18 Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Ekki púað á Snorra Innlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Telur að sameiginleg ástríða fyrir Icelandair hafi verið lykillinn að nýjum samningi Ríkissáttasemjari segist alltaf hafa vonað að viðræðum FFÍ og Icelandair myndi ljúka með samningi, þó gengið hafi á ýmsu í viðræðum þeirra á milli. 19. júlí 2020 03:06
„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Icelandair og Flugfreyjufélag Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning í Karphúsinu í nótt. 19. júlí 2020 03:18
Flugfreyjur og Icelandair undirrita nýjan kjarasamning Samninganefnd Flugfreyjufélags Íslands hefur skrifað undir nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair sem gildir til 30. september 2025. 19. júlí 2020 02:09