Opið bréf til formanns FÍA Ingunn Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2020 17:10 Komdu sæll kæri Jón Þór! Þar sem við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að gerast vinir á samfélagsmiðlum, eins og tíðkast nú til dags, né hef ég aðgang að síðum ykkar flugmanna (eðlilega) gríp ég til þess ráðs að senda þér hér opið bréf eins og lengi hefur viðgengist á síðum Morgunblaðsins sem ég efast ekki um að þú lesir daglega þér til gagns og ánægju. Handviss um að það mun þér berast! Mig langar að byrja á að segja þér að fyrir langa löngu, löngu áður en ég ákvað að gera flugfreyjustarfið að mínu ævistarfi, lærði ég fjölmiðlafræði. Það var mjög gagnlegt nám ekki síst í mörgum viðfangsefnum sem upp koma daglega. Þar var „rule number one" svo ég leyfi mér að sletta að engar spurningar væru heimskulegar. Aðeins svörin gætu fallið í þann flokk. Svo ég vitni beint „there are no stupid questions only stupid answers!" Önnur regla ekki síður mikilvæg var að munda ekki pennann í tilfinningasemi. Láta ekki reiði, sorg eða aðrar tilfinningar taka stjórnina yfir skrifunum. Sálfræðin segir hins vegar að gott sé að skrifa sig frá tilfinningum! Hvort er betra ætla ég ekki að leggja mat á en þar sem mér rennur bara alls ekki reiðin þá ætla ég að leyfa sálfræðinni að ráða för, efast ekki um að þú virðir það við mig! Mig langar nefnilega að spyrja þig einnar einfaldrar spurningar Jón Þór! Þegar stjórnendur Icelandair komu að máli við þig, áður en haft var samband við stéttarfélag flugfreyja og þjóna og báru upp þá spurningu hvort flugmenn væru tilbúnir til að ganga í störf okkar flugfreyja, eðlileg spurning í ljósi stöðunnar, vissulega örvæntingarfull enda okkar ágætu stjórnendur að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Kom aldrei svarið upp í huga þínum „nei vitið þið hvað, við flugmenn erum búnir að semja við ykkur, við höfum tekið á okkur kjaraskerðingu í okkar tilraun til að aðstoða félagið á erfiðum tímum, við höfum teygt okkur eins langt og við teljum mögulegt en þetta getið þið ekki farið fram á við okkur! Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð! Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag þetta er ekki okkar slagur!“ Kannski heimskuleg spurning en fullgild skv. fyrstu reglu fjölmiðlafræðinnar! Fyrir nokkrum misserum voru flugfreyjur sviptar sínum hlutastörfum. Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni hversu gríðarleg vonbrigði það voru mér og mörgum öðrum flugfreyjum sem eru í sambúð með flugmönnum að þeir stæðu ekki með þeim í þeim slag sem í dag virðist óraunveruleg lúxus barátta! Ég efast ekki um að þú kannist við þann slag. Að sjálfsögðu fennir yfir allt og þar sem ég er ekki langrækin manneskja hef ég fyrir löngu hætt að hugsa um þetta enda alin upp hjá Icelandair þar sem við höfum öll þurft að aðlagast breyttum aðstæðum í gegnum tíðina. Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI? Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðinni kjarabaráttu enda hef ég næstum þrjátíu ára reynslu að byggja það mat á. Það kom samt sem áður meira að segja mér á óvart þetta útspil FÍA undir þinni forystu að samþykkja að ganga í okkar störf. Jón Þór! Ég hef sennilega farið í mitt síðasta flug sem vinnandi flugfreyja. Þannig er það nú bara! Ég valdi það ekki sjálf og mig tekur það þungt! Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu! Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið! Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi! Að lokum óska ég þér góðra ferða, kæri Jón Þór, af heilum hug hvort sem þú verður kallinn í brúnni, aðstoðarmaður hans eða flugþjónn aftur í. Höfundur er flugfreyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Komdu sæll kæri Jón Þór! Þar sem við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að gerast vinir á samfélagsmiðlum, eins og tíðkast nú til dags, né hef ég aðgang að síðum ykkar flugmanna (eðlilega) gríp ég til þess ráðs að senda þér hér opið bréf eins og lengi hefur viðgengist á síðum Morgunblaðsins sem ég efast ekki um að þú lesir daglega þér til gagns og ánægju. Handviss um að það mun þér berast! Mig langar að byrja á að segja þér að fyrir langa löngu, löngu áður en ég ákvað að gera flugfreyjustarfið að mínu ævistarfi, lærði ég fjölmiðlafræði. Það var mjög gagnlegt nám ekki síst í mörgum viðfangsefnum sem upp koma daglega. Þar var „rule number one" svo ég leyfi mér að sletta að engar spurningar væru heimskulegar. Aðeins svörin gætu fallið í þann flokk. Svo ég vitni beint „there are no stupid questions only stupid answers!" Önnur regla ekki síður mikilvæg var að munda ekki pennann í tilfinningasemi. Láta ekki reiði, sorg eða aðrar tilfinningar taka stjórnina yfir skrifunum. Sálfræðin segir hins vegar að gott sé að skrifa sig frá tilfinningum! Hvort er betra ætla ég ekki að leggja mat á en þar sem mér rennur bara alls ekki reiðin þá ætla ég að leyfa sálfræðinni að ráða för, efast ekki um að þú virðir það við mig! Mig langar nefnilega að spyrja þig einnar einfaldrar spurningar Jón Þór! Þegar stjórnendur Icelandair komu að máli við þig, áður en haft var samband við stéttarfélag flugfreyja og þjóna og báru upp þá spurningu hvort flugmenn væru tilbúnir til að ganga í störf okkar flugfreyja, eðlileg spurning í ljósi stöðunnar, vissulega örvæntingarfull enda okkar ágætu stjórnendur að reyna að bjarga sökkvandi skipi. Kom aldrei svarið upp í huga þínum „nei vitið þið hvað, við flugmenn erum búnir að semja við ykkur, við höfum tekið á okkur kjaraskerðingu í okkar tilraun til að aðstoða félagið á erfiðum tímum, við höfum teygt okkur eins langt og við teljum mögulegt en þetta getið þið ekki farið fram á við okkur! Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð! Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag þetta er ekki okkar slagur!“ Kannski heimskuleg spurning en fullgild skv. fyrstu reglu fjölmiðlafræðinnar! Fyrir nokkrum misserum voru flugfreyjur sviptar sínum hlutastörfum. Ég hef ekki leynt þeirri skoðun minni hversu gríðarleg vonbrigði það voru mér og mörgum öðrum flugfreyjum sem eru í sambúð með flugmönnum að þeir stæðu ekki með þeim í þeim slag sem í dag virðist óraunveruleg lúxus barátta! Ég efast ekki um að þú kannist við þann slag. Að sjálfsögðu fennir yfir allt og þar sem ég er ekki langrækin manneskja hef ég fyrir löngu hætt að hugsa um þetta enda alin upp hjá Icelandair þar sem við höfum öll þurft að aðlagast breyttum aðstæðum í gegnum tíðina. Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI? Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðinni kjarabaráttu enda hef ég næstum þrjátíu ára reynslu að byggja það mat á. Það kom samt sem áður meira að segja mér á óvart þetta útspil FÍA undir þinni forystu að samþykkja að ganga í okkar störf. Jón Þór! Ég hef sennilega farið í mitt síðasta flug sem vinnandi flugfreyja. Þannig er það nú bara! Ég valdi það ekki sjálf og mig tekur það þungt! Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu! Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið! Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi! Að lokum óska ég þér góðra ferða, kæri Jón Þór, af heilum hug hvort sem þú verður kallinn í brúnni, aðstoðarmaður hans eða flugþjónn aftur í. Höfundur er flugfreyja.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar