Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Charles Michael, forseti Evrópuráðsins. Þau tvö fyrrnefndu hafa bæði lýst yfir stuðningi við tillöguna um sjóðinn í núverandi mynd. Stephanie Lecocq/AP Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Sjá meira