Fjárfestir Klopp í Thiago gegn sannfæringu sinni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júlí 2020 13:00 Er Thiago á leið í ensku úrvalsdeildina? EPA-EFE/ANDREAS SCHAAD Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira
Það virðist sem vera Thiago Alcântara hjá þýska stórliðinu Bayern Munich sé á enda. Þessi 29 ára gamli miðjumaður vill yfirgefa herbúðir Bæjara og færa sig yfir í ensku úrvalsdeildina. Samkvæmt Melissu Reddy hjá The Independent vill þessi magnaði miðjumaður helst ganga til liðs við Englandsmeistara Liverpool. Jürgen Norbert Klopp, þjálfari Liverpool, hefur verið aðdáandi Thiago síðan hann þjálfaði Borussia Dortmund. Hann telur leikmanninn búa yfir miklum gæðum og jafnvel hæfileikum sem miðjumenn hans búa ekki yfir. Það þýðir þó ekki endilega að Klopp vilji fjárfesta í leikmanninum. Thiago hefur verið í herbúðum Bayern frá árinu 2013 en þar áður lék hann með spænska stórliðinu Barcelona. Eflaust myndi Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, ekki segja nei ef leikmaðurinn vildi koma þangað en það virðist sem miðjumaðurinn vilji leika undir stjórn Klopp í ensku úrvalsdeildinni. Thiago gæti hafa spurt Philippe Coutinho um Klopp og Liverpool.EPA-EFE/ALEXANDER HASSENSTEIN Í raun færu kaup á Thiago – sem myndi kosta Liverpool í kringum 30 milljónir punda – gegn kaupstefnu Englandsmeistaranna. Félagið vill helst kaupa yngri leikmenn sem mögulega er hægt að selja aftur síðar. Það virðist taka tíma fyrir miðjumenn að átta sig á hvað Klopp vill fá frá þeim. Til að mynda byrjaði Fabinho ekki leik fyrir Liverpool fyrr en í október árið 2018 eftir að hafa gengið til liðs við félagið sama sumar. Hann er svo í dag einn af betri varnartengiliðum í heimi. Meiðslatíðni Thiago er annað sem gæti fælt Liverpool frá. Thiago hefur nær aldrei spilað heila leiktíð án þess að meiðast. Ákefðin og hraðinn í ensku úrvalsdeildinni gæti því hentað honum illa. Spánverjinn er samt langbesti miðjumaðurinn – og líklega leikmaðurinn – sem Liverpool gæti fengið á viðráðanlegu verði í sumar. Þessum mögulegu félagaskiptum hefur verið líkt við það þegar Sir Alex Ferguson keypti Robin van Persie á tombóluverði frá Arsenal. Ferguson ætlaði sér ekki að fjárfesta í fleiri leikmönnum það sumarið en þegar Van Persie var til sölu var svarið einfalt: Robin van Persie reyndist Manchester United mikill happafengur.EPA/PETER POWELL „Þú getur ekki sagt nei við þessum leikmanni.“ Það er spurning hvort það sama verðu upp á teningnum hjá Klopp.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Sjá meira