Dagskráin í dag: Tekst Gróttu að skora sitt fyrsta mark gegn HK? KR fær Víkinga í heimsókn, Tórínóslagurinn og Pepsi Max tilþrifin Ísak Hallmundarson skrifar 4. júlí 2020 06:00 Grótta hefur ekki enn fengið að fagna marki í efstu deild. Þeir mæta HK kl. 13:50 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. vísir/vilhelm Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér. Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira
Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Tveir leikir úr Pepsi Max deild karla verða í beinni, Tórínóslagurinn á Ítalíu, PGA mótaröðin í golfi og enska 1. deildin ásamt fleira góðgæti. Þetta byrjar allt saman í hádeginu á leik Derby og Nottingham Forest í ensku 1. deildinni. Bæði lið eru í baráttu um að komast í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildinni en Wayne Rooney og félagar í Derby hafa verið sjóðheitir undanfarið og unnið fimm leiki í röð. Bein útsending hefst kl. 11:25 á Stöð 2 Sport 2. Næst er haldið út á Seltjarnarnes þar sem Grótta fær HK í heimsókn í Pepsi Max deild karla. Grótta er enn án stiga í deildinni og hafa ekki náð að skora mark, það er spurning hvað þeir gera gegn óútreiknanlegu HK-liði sem tapaði síðasta leik 0-4 á heimavelli gegn Val eftir að hafa unnið Íslandsmeistara KR 3-0 í Vesturbæ þar áður. Bein útsending frá Nesinu hefst kl. 13:50. Kl. 13:55 hefst síðan bein útsending á Stöð 2 Sport 3 frá leik Kristianstad og Rosengard í sænsku úrvalsdeildinni, en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með liði Rosengard. Þrír leikir eru á dagskrá í ítölsku úrvalsdeildinni. Kl. 15:05 hefst nágrannaslagur Juventus og Tórínó, Tórínóslagurinn, en margir af bestu leikmönnum heims leika með liði Juventus, þar á meðal Cristiano Ronaldo. Juventus er með fjögurra stiga forskot á Lazio á toppi deildarinnar en Lazio mætir einmitt Milan í kvöld kl. 19:35. Þá verður einnig sýnt frá leik Sassuolo og Lecce kl. 17:20 en allir leikirnir verða í beinni á Stöð 2 Sport 2. Íslandsmeistarar KR fá Víking Reykjavík í heimsókn í Vesturbæinn kl. 16:40. KR-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir 0-3 tapið gegn HK þar áður. Víkingar svöruðu gagnrýnisröddum á vellinum með því að gjörsigra FH 4-1 í síðustu umferð. Þetta verður áhugaverður leikur tveggja liða sem ætla að vera í toppbaráttu í sumar. Leikurinn verður að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Strax eftir leik KR og Víkinga hefjast Pepsi Max tilþrifin í umsjón Kjartans Atla Kjartanssonar á Stöð 2 Sport kl. 19. Þar fer hann yfir leiki dagsins í Pepsi Max deild karla ásamt sérfræðingi. Öll mörkin og atvikin úr leikjunum skoðuð auk þess sem rætt er við þjálfara og leikmenn. Fyrir golfáhugamenn er PGA mótaröðin á sínum stað, en sýnt verður frá þriðja deginum á Rocket Mortgage Classic mótinu á Stöð 2 Golf á slaginu 17:00. Alla dagskránna í heild sinni má nálgast með því að smella hér.
Fótbolti Golf Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Enski boltinn Ítalski boltinn Grótta HK Víkingur Reykjavík KR Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ „Keyrðu yfir okkur og við leyfðum því bara að gerast“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Flutt slösuð í burtu í þyrlu viku fyrir Ólympíuleikana „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Djokovic „ekki dauður enn“ og mætir Alcaraz í fyrsta úrslitaleik ársins Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Sjá meira