19. júní Drífa Snædal skrifar 19. júní 2020 13:00 Í dag eru 105 ár síðan konur og eignalausir karlar fengu kosningarétt. Það er varla hægt að tala um Ísland sem lýðræðisríki fyrir þann tíma enda holur hljómur í lýðræði þar sem stórum hluta þjóðarinnar var meinað um kosningarétt. Það er ótrúlegt að til að ná þessum áfanga árið 1915 hafi þurft harða baráttu og fólkið sem stóð í framlínunni var talið öfgafullt, sérstaklega konurnar. Þó við reisum í dag minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og nefnum götu eftir henni þá má sjá af gömlum skrifum að hún þótti óþolandi frek og uppivöðslusöm í ákveðnum hópum. Í dag væri hún talin fánaberi íhaldsamra og borgaralegra gilda. Þannig týnist tíminn og viðhorfin með. Í dag er það talið róttækt að vilja jöfnuð og valdeflingu allra, innan sem utan vinnumarkaðar. Við höfum að einhverju leiti undirgengist þá hugmynd að fátækt ákveðinna hópa sé lögmál, að kynbundið misrétti sé of rótgróið til að uppræta og almennum lífsgæðum sé mjög misskipt. Fólk sem talar í aðrar áttir er talið róttækt. Að jaðarsetja ákveðna hópa er veruleikinn í dag en sá veruleiki er hættulegur. Valdaleysi er hættulegt einstaklingum og samfélögum og er kveikjan að því að fólk telur eina raunhæfa kostinn til betra lífs að koma einum „sterkum leiðtoga“ til valda sem býður uppá heildarlausnir. Oft reynist þessi eini „sterki leiðtogi“ vera leiðin til glötunar. Traustið á lýðræðinu lætur undan hjá jaðarsettum hópum - þetta birtist okkur víða um heim um þessar mundir. Í ástandi hræðslu og óvissu verður það enn hættulegra að svipta fólk valdi yfir eigin lífi. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar í meira en eina öld má kjarna í orðunum - valdefling og lífsgæði fyrir okkur öll. Til hamingju með daginn – sækjum fram til meiri jöfnuðar og jafnréttis! Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Jafnréttismál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Í dag eru 105 ár síðan konur og eignalausir karlar fengu kosningarétt. Það er varla hægt að tala um Ísland sem lýðræðisríki fyrir þann tíma enda holur hljómur í lýðræði þar sem stórum hluta þjóðarinnar var meinað um kosningarétt. Það er ótrúlegt að til að ná þessum áfanga árið 1915 hafi þurft harða baráttu og fólkið sem stóð í framlínunni var talið öfgafullt, sérstaklega konurnar. Þó við reisum í dag minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og nefnum götu eftir henni þá má sjá af gömlum skrifum að hún þótti óþolandi frek og uppivöðslusöm í ákveðnum hópum. Í dag væri hún talin fánaberi íhaldsamra og borgaralegra gilda. Þannig týnist tíminn og viðhorfin með. Í dag er það talið róttækt að vilja jöfnuð og valdeflingu allra, innan sem utan vinnumarkaðar. Við höfum að einhverju leiti undirgengist þá hugmynd að fátækt ákveðinna hópa sé lögmál, að kynbundið misrétti sé of rótgróið til að uppræta og almennum lífsgæðum sé mjög misskipt. Fólk sem talar í aðrar áttir er talið róttækt. Að jaðarsetja ákveðna hópa er veruleikinn í dag en sá veruleiki er hættulegur. Valdaleysi er hættulegt einstaklingum og samfélögum og er kveikjan að því að fólk telur eina raunhæfa kostinn til betra lífs að koma einum „sterkum leiðtoga“ til valda sem býður uppá heildarlausnir. Oft reynist þessi eini „sterki leiðtogi“ vera leiðin til glötunar. Traustið á lýðræðinu lætur undan hjá jaðarsettum hópum - þetta birtist okkur víða um heim um þessar mundir. Í ástandi hræðslu og óvissu verður það enn hættulegra að svipta fólk valdi yfir eigin lífi. Baráttu verkalýðshreyfingarinnar í meira en eina öld má kjarna í orðunum - valdefling og lífsgæði fyrir okkur öll. Til hamingju með daginn – sækjum fram til meiri jöfnuðar og jafnréttis! Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun