Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir, Anna Sigríður Guðnadóttir og Valdimar Birgisson skrifa 13. nóvember 2024 21:46 Við búum í samfélagi sem býður upp á mörg tækifæri og margt er sannarlega til fyrirmyndar og gott. En samfélag okkar einkennist líka af miklum hraða og þá er auðvelt að missa sjónar af því hvað það er sem mestu skiptir í lífinu, börnin okkar. Það þarf þorp til að ala upp barn er gjarnan sagt og það eru orð að sönnu. Við fullorðna fólkið, foreldrar og allir aðrir sem koma að uppeldi barna, þurfum að hlúa vel að þeim og hlusta á unga fólkið okkar, vera til staðar og leiðbeina því áreitið er svo mikið úr öllum áttum. Fjárfestum í framtíðinni Þó að samfélagið okkar sé gott og flest börn og ungmenni fái tækifæri til að blómstra þá sýna tölur okkur því miður að það eru sífellt fleiri ungmenni sem eru vansæl og sýna áhættuhegðun. Þá hefur barnaverndarmálum fjölgað mikið að undanförnu. Það er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að samfélagið taki höndum saman og bæti umhverfi og uppvaxtarmöguleika barna og fjárfesti þannig í framtíðinni. Við hér í Mosfellsbæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja eða bíða eftir því að einhver annar byrji og taki til hendinni. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í ágúst síðastliðnum að tillögur um markvissar aðgerðir í þágu forvarna skyldu liggja fyrir við framlagningu fjárhagsáætlunar. Nú liggur fyrir aðgerðaáætlun með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem við munum verja 100 milljónum til á árinu 2025 til viðbótar við þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem þegar eru til staðar á vegum bæjarins. Til þess að ná sem bestum árangri þurfum við öll sem eitt að fara í þessa vegferð saman. Við þurfum nefnilega fjölbreyttar og víðtækar aðgerðir og þátttöku alls samfélagsins í þessu risastóra verkefni. Það þarf þjóðarátak. Börnin og framtíðin eiga það skilið. Aðgerðir í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 ákváðum við að setja börn og ungmenni í fyrsta sæti. Við ætlum, eins og áður sagði, að verja 100 milljónum til 27 markvissra forvarnaraðgerða á árinu. Aðgerðaráætlunin sem hefur verið unnin undir dyggri forystu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar er ekki unnin í tómarúmi heldur byggir á niðurstöðum frá vinnustofum með sérfræðingum bæjarins, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn. Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Dæmi um almennar forvarnir sem ráðist verður í er hækkun frístundastyrks, gerð samskiptasáttmála heimilis og skóla, aðstaða gerð fyrir rafíþróttir, rýmri opnun íþróttahúsa að kvöldlagi, námskeið fyrir foreldra og meira samstarf við foreldrafélögin í bænum. Í þeim aðgerðum sem snúa að snemmtækum stuðningi verður aukið aðgengi barna og unglinga að sálfræðingi í skólum Mosfellsbæjar og aukið aðgengi foreldra að símaráðgjöf sálfræðinga og félagsráðgjafa. Samstarf við Bergið í formi vikulegra opinna viðtalstíma í Mosfellsbæ verður tekið upp. Þá verður veitt fjármagn til íþróttafélaga til að auka framboð íþrótta fyrir börn með sértækar þarfir og börn af erlendum uppruna sem og fræðsla fyrir starfsfólk. Barnaverndin verður styrkt með því að efla stuðningsúrræði eins og hegðunarráðgjöf, stuðning inni á heimili og með uppeldisráðgjöf. Auk þess verður ráðinn sérstakur unglingaráðgjafi til barnaverndar. Það er vissulega áskorun að koma slíkri aðgerðaráætlun saman og finna fjármagn en við teljum að aðgerðir í málaflokknum þoli enga bið. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra áður en vandinn verður of stór. Þetta er okkar svar við þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Önnur sérhæfðari og bráðnauðsynleg úrræði eru á höndum ríkisvaldsins og við treystum því að þar verði tekið til hendinni hratt og vel. Hér má nálgast kynningu á aðgerðunum. Höfundar eru: Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Valdimar Birgisson, starfandi oddviti Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mosfellsbær Börn og uppeldi Anna Sigríður Guðnadóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Við búum í samfélagi sem býður upp á mörg tækifæri og margt er sannarlega til fyrirmyndar og gott. En samfélag okkar einkennist líka af miklum hraða og þá er auðvelt að missa sjónar af því hvað það er sem mestu skiptir í lífinu, börnin okkar. Það þarf þorp til að ala upp barn er gjarnan sagt og það eru orð að sönnu. Við fullorðna fólkið, foreldrar og allir aðrir sem koma að uppeldi barna, þurfum að hlúa vel að þeim og hlusta á unga fólkið okkar, vera til staðar og leiðbeina því áreitið er svo mikið úr öllum áttum. Fjárfestum í framtíðinni Þó að samfélagið okkar sé gott og flest börn og ungmenni fái tækifæri til að blómstra þá sýna tölur okkur því miður að það eru sífellt fleiri ungmenni sem eru vansæl og sýna áhættuhegðun. Þá hefur barnaverndarmálum fjölgað mikið að undanförnu. Það er nauðsynlegt sem aldrei fyrr að samfélagið taki höndum saman og bæti umhverfi og uppvaxtarmöguleika barna og fjárfesti þannig í framtíðinni. Við hér í Mosfellsbæ ætlum ekki að láta okkar eftir liggja eða bíða eftir því að einhver annar byrji og taki til hendinni. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti einróma í ágúst síðastliðnum að tillögur um markvissar aðgerðir í þágu forvarna skyldu liggja fyrir við framlagningu fjárhagsáætlunar. Nú liggur fyrir aðgerðaáætlun með markvissum, fjármögnuðum aðgerðum í þágu barna sem við munum verja 100 milljónum til á árinu 2025 til viðbótar við þau fjölmörgu verkefni á sviði forvarna sem þegar eru til staðar á vegum bæjarins. Til þess að ná sem bestum árangri þurfum við öll sem eitt að fara í þessa vegferð saman. Við þurfum nefnilega fjölbreyttar og víðtækar aðgerðir og þátttöku alls samfélagsins í þessu risastóra verkefni. Það þarf þjóðarátak. Börnin og framtíðin eiga það skilið. Aðgerðir í þágu barna, ungmenna og fjölskyldna Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025 ákváðum við að setja börn og ungmenni í fyrsta sæti. Við ætlum, eins og áður sagði, að verja 100 milljónum til 27 markvissra forvarnaraðgerða á árinu. Aðgerðaráætlunin sem hefur verið unnin undir dyggri forystu Regínu Ásvaldsdóttur bæjarstjóra Mosfellsbæjar er ekki unnin í tómarúmi heldur byggir á niðurstöðum frá vinnustofum með sérfræðingum bæjarins, fundum og samtölum við unglinga, foreldra og forráðamenn. Aðgerðirnar skiptast í almennar forvarnir, snemmtækan stuðning og styrkingu barnaverndar. Dæmi um almennar forvarnir sem ráðist verður í er hækkun frístundastyrks, gerð samskiptasáttmála heimilis og skóla, aðstaða gerð fyrir rafíþróttir, rýmri opnun íþróttahúsa að kvöldlagi, námskeið fyrir foreldra og meira samstarf við foreldrafélögin í bænum. Í þeim aðgerðum sem snúa að snemmtækum stuðningi verður aukið aðgengi barna og unglinga að sálfræðingi í skólum Mosfellsbæjar og aukið aðgengi foreldra að símaráðgjöf sálfræðinga og félagsráðgjafa. Samstarf við Bergið í formi vikulegra opinna viðtalstíma í Mosfellsbæ verður tekið upp. Þá verður veitt fjármagn til íþróttafélaga til að auka framboð íþrótta fyrir börn með sértækar þarfir og börn af erlendum uppruna sem og fræðsla fyrir starfsfólk. Barnaverndin verður styrkt með því að efla stuðningsúrræði eins og hegðunarráðgjöf, stuðning inni á heimili og með uppeldisráðgjöf. Auk þess verður ráðinn sérstakur unglingaráðgjafi til barnaverndar. Það er vissulega áskorun að koma slíkri aðgerðaráætlun saman og finna fjármagn en við teljum að aðgerðir í málaflokknum þoli enga bið. Allar þessar aðgerðir eru mikilvægar til þess að ná að vinna vel með börnum og fjölskyldum þeirra áður en vandinn verður of stór. Þetta er okkar svar við þeim áskorunum sem við er að etja í umhverfi barna og fjölskyldna þeirra. Önnur sérhæfðari og bráðnauðsynleg úrræði eru á höndum ríkisvaldsins og við treystum því að þar verði tekið til hendinni hratt og vel. Hér má nálgast kynningu á aðgerðunum. Höfundar eru: Halla Karen Kristjánsdóttir, oddviti Framsóknar Anna Sigríður Guðnadóttir, oddviti Samfylkingar Valdimar Birgisson, starfandi oddviti Viðreisnar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun