Að leggja bílnum á lífeyrisaldri Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. júní 2020 08:00 Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur? Leigubílar Á grafinu hér að neðan er að finna dæmi um kostnað við tiltekinn fjölda leigubílaferða í viku hverri. Auk þess er hægt að leigja leigubíl í klukkustund. Hér er miðað við að eknir séu 5 kílómetrar í hvora átt, sem samsvarar t.d. akstri frá Seltjarnarnesi í Kringluna. Til samanburðar hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda um árabil tekið saman dæmi um rekstrarkostnað eigin bifreiðar. Samkvæmt áætlun þeirra fyrir árið 2020 kostar tæpar 1,4 milljónir króna að eiga og reka 3,6 milljóna króna bíl og aka hann 15.000 kílómetra á ári. Inni í þeirri tölu er verðlækkun bílsins, eldsneyti, tryggingar, dekk, skoðun og fleira. Ef við berum þann kostnað saman við notkun leigubíls sést að kannski er leigubíllinn raunhæfari kostur en halda mætti við fyrstu sýn og gæti jafnvel verið ódýrari en rekstur eigin bíls. Í þeim tilvikum sem lífeyrisþegum bjóðast afsláttarkjör á þjónustu leigubílastöðva eykst sparnaðurinn enn frekar. Aðrir kostir En hvað með að nýta fleiri en einn valkost? Sé gott aðgengi að strætóstoppistöð og veðrið skaplegt má svo sannarlega nýta sér þá þjónustu sem oftast. Árskort fyrir 67 ára og eldri kostar einungis 23.200 krónur og getur notkun strætisvagna dregið stórlega úr samgöngukostnaði heimilisins. Þar að auki hafa svokallaðir Zipbílar hafið innreið sína á íslenskan markað, en nálgast má slíka bíla á bílastæðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og greiða klukkutímagjald fyrir notkun þeirra, auk mánaðargjalds. Sé slíkur bíll leigður 5 daga vikunnar í 90 mínútur í senn er heildarkostnaðurinn um hálf milljón króna á ári, sem líklegt er að sé talsvert undir rekstrarkostnaði hins hefðbundna fjölskyldubíls. Með blandaðri notkun fararskjóta sem henta tilefni, veðri, efnum og hentisemi má svo sannarlega láta á það reyna hvort hægt sé að spara einhverja fjármuni og jafnvel láta aðra um aksturinn og láta fara vel um sig. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílar Eldri borgarar Leigubílar Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið æði kostnaðarsamt að eiga og reka bíl. Auk þess getur komið sá tími að við treystum okkur ekki eða kjósum síður að keyra sjálf og viljum skoða aðra fararmáta. En hvað kostar þetta allt saman? Er ekki allt of dýrt að skipta bílnum út fyrir leigubílaferðir eða gæti það verið raunhæfur kostur? Leigubílar Á grafinu hér að neðan er að finna dæmi um kostnað við tiltekinn fjölda leigubílaferða í viku hverri. Auk þess er hægt að leigja leigubíl í klukkustund. Hér er miðað við að eknir séu 5 kílómetrar í hvora átt, sem samsvarar t.d. akstri frá Seltjarnarnesi í Kringluna. Til samanburðar hefur Félag íslenskra bifreiðaeigenda um árabil tekið saman dæmi um rekstrarkostnað eigin bifreiðar. Samkvæmt áætlun þeirra fyrir árið 2020 kostar tæpar 1,4 milljónir króna að eiga og reka 3,6 milljóna króna bíl og aka hann 15.000 kílómetra á ári. Inni í þeirri tölu er verðlækkun bílsins, eldsneyti, tryggingar, dekk, skoðun og fleira. Ef við berum þann kostnað saman við notkun leigubíls sést að kannski er leigubíllinn raunhæfari kostur en halda mætti við fyrstu sýn og gæti jafnvel verið ódýrari en rekstur eigin bíls. Í þeim tilvikum sem lífeyrisþegum bjóðast afsláttarkjör á þjónustu leigubílastöðva eykst sparnaðurinn enn frekar. Aðrir kostir En hvað með að nýta fleiri en einn valkost? Sé gott aðgengi að strætóstoppistöð og veðrið skaplegt má svo sannarlega nýta sér þá þjónustu sem oftast. Árskort fyrir 67 ára og eldri kostar einungis 23.200 krónur og getur notkun strætisvagna dregið stórlega úr samgöngukostnaði heimilisins. Þar að auki hafa svokallaðir Zipbílar hafið innreið sína á íslenskan markað, en nálgast má slíka bíla á bílastæðum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið og greiða klukkutímagjald fyrir notkun þeirra, auk mánaðargjalds. Sé slíkur bíll leigður 5 daga vikunnar í 90 mínútur í senn er heildarkostnaðurinn um hálf milljón króna á ári, sem líklegt er að sé talsvert undir rekstrarkostnaði hins hefðbundna fjölskyldubíls. Með blandaðri notkun fararskjóta sem henta tilefni, veðri, efnum og hentisemi má svo sannarlega láta á það reyna hvort hægt sé að spara einhverja fjármuni og jafnvel láta aðra um aksturinn og láta fara vel um sig. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun