Lífið

Óli Stef þreytir frumraun í söng

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Ólaf í hugleiðandi sögustund með eldriborgurum árið 2018.
Hér má sjá Ólaf í hugleiðandi sögustund með eldriborgurum árið 2018. Vísir/vilhelm

Handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson er farinn að láta til sín taka í tónlistarsenunni en hann syngur lag Benedikts Sigurðssonar, Ferðalangurinn, sem er komið út á Spotify.

Benedikt Sigurðsson, eða Benni Sig, er Bolvíkingur í húð og hár. Hann er afbragðs söngvari og frambærilegur hljóðfæraleikari.

Lagið Ferðalangurinn kom út fyrir stuttu og er Ólafur greinilega afbragðs söngvari.

Óli Stefn vakti athygli árið 2018 þegar hann tók þátt í verkefni á vegum Reykjavíkurborgar þar sem tilgangurinn var að leiða saman íþróttafélög og eldri borgara í höfuðborginni. Þar stóð hann fyrir hugleiðandi sögustund og nýtti einnig tónlistarhæfileika sína þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×