Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2020 08:00 Kennie Chopart virðist líka það vel að leika á gervigrasinu á Hlíðarenda. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína með 1-0 sigri á Val að Hlíðarenda í fyrsta leik Pepsi Max deildarinnar þetta sumarið á laugardaginn var. Mikið hefur verið fjallað um markið sjálft en Óskar Örn Hauksson, besti leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu á síðustu leiktíð, skoraði markið þegar lítið var eftir af fyrri hálfleik. Markið kom eftir stórgóða sókn KR upp hægri vænginn þar sem Atli Sigurjónsson lagði knöttinn á Kennie Chopart – sem spilar nú bakvörð eftir að hafa verið framherji og vængmaður nær allan sinn feril – og sá danski lúðraði boltanum fyrir markið þar sem Óskar Örn stangaði tuðruna í netið. Óverjandi fyrir Hannes Þór Halldórsson í marki Vals. Það sem er ef til vill merkilegra heldur en að Óskar skori er sú staðreynd að KR var að vinna Val á Hlíðarenda annað árið í röð. Lokatölur í bæði skiptin 1-0 gestunum í vil. Það sem er enn merkilegra er að Kennie Chopart lagði einnig upp sigurmarkið á síðustu leiktíð. Þá skoraði Pálmi Rafn Pálmason - sem er líkt og Óskar Örn fæddur árið 1984 - með skoti af stuttu færi á nærstöng eftir frábæra fyrirgöf danska hægri bakvarðarins. Pálmi var reyndar hársbreidd frá því að leika sama leik í gær en þá átti títtnefndur Chopart fyrirgjöf á nákvæmlega sama stað og á síðustu leiktíð. Að þessu sinni sá Hannes Þór þó við Húsvíkingnum knáa. Alls lagði Chopart upp þrjú mörk í Pepsi Max deildinni á síðustu leiktíð ásamt því að skora tvívegis sjálfur. Kennie, sem verður þrítugur á árinu, skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri KR á Víking í Meistarakeppni KSÍ á dögunum og virðist vera að stimpla sig inn sem einn allra besti hægri bakvörður deildarinnar. Eftir þann leik sagði Kennie í viðtali við Vísi að hann væri varnarmaður í dag og væri sáttastur með að halda hreinu. Það skemmir þó eflaust ekki fyrir að vera kominn með eitt mark og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjunum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30 „Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Óskar Örn sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörnina með sigri | Myndband Óskar Örn Hauksson sá til þess að Íslandsmeistarar KR hófu titilvörn sína á sigri. Markið má sjá í fréttinni. 14. júní 2020 10:30
„Höfum nú ekkert gleymt öllu“ „Ég held að við séum búnir að sýna það núna í síðustu tveimur leikjum að við höfum nú ekkert gleymt öllu. Þetta er góð byrjun, á erfiðum útivelli,“ segir Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður KR, eftir 1-0 sigurinn á Val. 13. júní 2020 22:26
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 0-1 | Meistararnir halda áfram þar sem frá var horfið Íslandsmeistarar KR heimsóttu Valsmenn í fyrsta leik Pepsi Max deildar karla í fótbolta en KR-ingar tóku Íslandsmeistaratitilinn af Valsmönnum í fyrrasumar. 13. júní 2020 23:00